Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Side 44
42 óLAFim S. THORGEIRSSON:
haf árið 1901, þá 21 árs. Hún kom til Selkirk,
Manitoba, og lenti þar með fleiri “emigröntum” í
sóttkvi. Spurði eg hvort henni hefði ekki leiðst
þar og liðið illa, sagði hún hlægjandi: “Ekki mjög,
Willi (Wilhelm Paulson) var þar af og til að líta
eftir okkur.” Til Winnipeg kom Helga 2. ágúst
sama sumar — og sá ef eftirtekt ritara er ekki
skökk — dýrð íslendingadagshalds Vestur-lslend-
inga í fyrsta sinni, og fanst mikið til um! í Win-
nipeg vann hún næstu sex ár. Fór vestur á strönd
til Vancouver, B. C., árið 1907, þaðan til Blaine, og
svo til Bellingham. Þar giftist hún eins og að
framan segir. í Bellingham eiga þau hjón gott
heimili, vel haldið. Þar er gott að koma á hvaða
tíma sem er, bæði hjónin gestrisin og glaðleg.
Einnig vel liðin af öllum, sem til þekkja.
Kristín Sighvatsdóttir. ættuð úr Vestmanna-
eyjum, kom til Bellingham kringum síðustu alda-
mót. Hún var seinni kona Benedicts Jónssonar
Austmanns, lengi í Selkirk, Man. Eftir lát hans
giftist hún hérlendum manni af frönskum ættum.
Hann er einnig látinn. Kristín er barnlaus og lifir
á ellistyrk.
Jakob Benedictsson er f. 27. marz 1855 í
Hamrakoti í Húnavatnssýlu, þar sem foreldrar
hans, Benedict Jónsson og Guðbjörg Guðmunds-
dóttir, bjuggu allan sinn búskap. Þar mun og
Jakob hafa alist upp. Til Ameríku fór hann árið
1883, nam land í Norður Dakota, Hallsons-bygð,
og bjó þar í 20 ár. Jakob var tvíkvæntur. Fyrri
konu sína, sem með honum kom að heiman,
misti hann í N. Dakota árið 1901. Hún hét Anna
og var Þorleifsdóttir, frá Kambakoti í Húnavatns-
sýslu. Ekki vabð þeim hjónum barna auðið. En
sonur Önnu er Peter Hansen frá fyrra hjónabandi
(sjá Almanak Ó. S. Th. 1930, bls. 129—30). Árið
1905 kvæntist Jakob seinni konu sinni, Helgu Arin-