Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 47
ALMANAK 1942
45
Þau hjón, Jónas og Solveig Tryggvi voru
nokkur ár í Blaine, síðar í Bellingham. Nú eru
þau í Seattle, á vegum barna sinna.
Jónas Tryggvi var nokkur ár í Canada-hern-
um þegar hann var í Victoría. Síðan hefir hann
oftast unnið fyrir laxa-niðursuðufélög. Hann er
maður vel gefinn, greindur vel og glaðlyndur og
söngmaður góður. Solveig er og ágætis kona.
Bæði vel liðin hvar sem þau eru og hafa verið.
Þorsteinn og Aðalbjörg Kristjónsson komu
vestur á Kyrrahafsströnd til Blaine, Washington
árið 1920 frá Pipestone bygðinni í Manitoba. Voru
þau hjón 4 ár í Blaine og fluttu þá til Bellingham
og hafa verið þar síðan.
Foreldrar Þorsteins voru Kristján Guðmunds-
son og Elízabet Þorsteinsdóttir, ættuð af Reykja-
strönd á íslandi. Þorsteinn misti foreldra sína
ungur, og ólst upp hjá heiðurshjónunum Sigur-
laugu — frænku sinni — og Rögnvaldi, sem lengi
bjuggu að Mæri, nálægt Gimli í Nýja-fslandi.
Foreldrar Aðalbjargar voru hjónin Guðrún
Arahamsdóttir og Einar Jóhannesson, sem síðast
bjuggu í Pipestone-bygð, Man. Þar lézt Einar. En
Guðrún kom með Aðalbjörgu dóttur sinni og
manni hennar vestur og dó hjá þeim í Bellingham.
Guðrún var dóttir Abrahams Hallgrímssonar
Eyjólfssonar frá Stóradal og Friðrikku Jónsdótt-
ur Jónssonar frá Ásláksstöðumm i Eyjafirði. Voru
þau systkin mörg og myndarleg, og komu flest til
Ameríku, námu land í Nýja-fslandi og síðar í Pipe-
stone-bygð í Manitoba.
Þau Þorsteinn og Aðalbjörg eiga eina dóttir
barna, sem Lilja heitir, nú fullorðin, góð og falleg
stúlka. Hún hefir útskrifast af miðskóla í Bell-
ingham.
Þau Kristjánsson-sjón eru bæði drengir góð-
ir, í þess orðs góðu, gömlu merkingu. Áreiðanleg,
vinföst og vel látin.