Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 48
46 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Björn Benedictson. Foreldrar: Benedikt Jóns-
son Benediktssonar frá Bergstöðum á Vatnsnesi,
Húnavatnssýslu, og Rósa Einarsdóttir frá Tungu-
koti í Hliðardal, sömu sýslu. Björn mun fæddur á
íslandi og hafa komið með foreldrum sínum að
heiman, til Pembina, N. Dakota. Þar settust þau
að og þar lézt Rósa fyrir nokkrum árum, mesta
dugnaðar og myndar kona. Benedict mun hafa
farið heim til íslands aftur eftir skamma dvöl í
Pembina og dáið heima. Benedict þessi og Jakob
Baldvin Jónsson voru albræður. Jakobs þessa er
getið í Almanaki Ó. S. Th. 1917. (Sjá þátt um Utah-
íslendinga eftir E. H. Johnson, viðbót við aðal
þáttinn, bls. 120).
Þau hjón Björn og Hansína komu frá Pembina
vestur hingað, voru nokkur ár í Blaine, síðar í
Bellingham, en fluttu þaðan suður til San Fran-
cisco, og hafa verið þar síðan. Þau hjón eiga þrjá
myndarlega sonu, alla uppkomna og vel sjálfstæða
menn.
Þuríður Magnusdóttir, frá Traustólfshólma,
bjó um eitt skeið að Króki í Gaulverjabæjarhrepp.
Hún var tvígift og lifði báða menn sína. Átti
fimm börn, fjórar dætur og einn son. Ein dóttir
hennar he’itir Sigríður, gift og til heimilis í Seattle,
Washington, myndarkona og vel látin. Þuríður
var ein af þessum stóru konum, ekki svo mjög að
vexti, sem skapi og dugnaði. Hún muna hafa
komið til Bellingham nokkru fyrir síðustu alda-
mót, fluttist þaðan til Point Roberts, Washington,
og lézt þar.
Loftur (Goodman) Guðmundsson og kona
hans, Ragnheiður, systir sr. Jónasar Sigurðssonar,
voru og í Bellingham um eða fyrir aldamótin.
Fluttu þaðan til Burnaby, B. C.; þar misti Loftur
konu sína fyrir nokkrum árum, en býr þar enn
með einhverju af börnum sínum. Þau hjón áttu