Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 49
ALMANAK 1942
47
hóp af mannvænlegum börnum. Ein dóttir þeirra
gift á heima í Anacortis. Hjá henni sá eg mynd
af fjölskyldunni — foreldrum hennar og systkin-
um og leist vel á hópinn.
Þorgils Ásmundsson. Eg, Þorgils Ásmunds-
son, er fæddur að Minniborg í Grímsnesi í Árnes-
sýslu þ. 16. maí 1867. Faðir minn var Ásmundur
Þorgilsson hómópati. Móðir hans var Guð-
rún Sæmundsdóttir, systur Gróu ömmu Einars
Arnórssonar prófessors í Reykjavík. Móðir
mín, kona Ásmundar, var Jórunn Hannesdóttir
Jónssonar frá Úlfljótsvatni. Hann var bróðir Ög-
mundar á Bíldsfelli, afa þeirra Bíldfells systkina.
Móður amma Þorgilsar var Auðbjörg systir Gríms
á Nesjavöllum. Hann var fyrirtaks skytta. Hann
og Hannes á Hjalla í Ölvusi mun hafa verið hinir
mestu ættfeður á íslandi í seinni tíð.
Eg ólst upp og var hjá föður mínum þangað
til árið 1888 að eg flutti til Ameríku. Var fyrstu
4 mánuði í Sayreville í ríkinu New Jersey. Þaðan
fluttist eg til Winnipeg. Þar vann eg algenga
daglaunavinnu, ýmist í bænum, úti á járnbrautum
eða við uppskeru. Árið 1894 flutti eg til Selkirk,
vann tvö sumur við fiskiveiðar á Winnipeg-vatni.
Árið 1897, 8. ágúst, giftist eg Steinunni Jónsdóttur
Ólafssonar Högnasonar prests á Breiðabólstað í
Fljótshlíð. Móðir hennar var Elín Bjarnadóttir
Kjartanssonar prests í Skógum í Eyjafjallasveit.
Börn okkar voru sjö. Sesselja Rósinkransa, dó á
fyrsta ári; Elín María, f. 1898, stundar nú skrif-
stofustörf í Los Angeles; Ásmundur Jóhannes, f.
1900, d. 1923; Högni Jón, f. 1901, stundar daglauna-
vinnu; Þorsteinn Magnús, f. 1903, stundar dag-
launavinnu, kvæntur konu af þýzkum ættum;
Lilja, f. 1905, dó strax; Ingólfur Victor, f. 1907,
stundar daglaunavinnu. Fram að síðasta ári
(1935) hefir öll fjölskyldan haldið saman.