Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Side 55
ALMANAK 1942
53
aðarblaðinu Vínland (október 1902), sem þýdd er
úr blaðinu Times í Seattle: “Islendingar í Ballard
eru farnir að láta til sín taka í söng og söngæfing-
um. íslenzkur söngflokkur, undir stjórn H. S.
Helgasonar, hefir nýlega verið stofnaður í Ballard
og er borginni til sóma. Helgason er sömuleiðis
kennari “Norden” söngflokksins. Fyrir skömmu
síðan hélt íslenzki söngflokkurinn opinbera söng-
samkomu, og var hún framúrskarandi sælgæti i
sinni röð.”
Á þeim árum, sem hann var búsettur í Los
Angeles, stjórnaði Sigurður dönskum, norskum og
sænskum karlakórum við ágætan orðstír. Þegar
til Bellingham kom, tók hann við stjórn sænska
karlakórsins þar í borg, sem talinn er einhver á-
gætasti söngflokkur af því tagi í þeim hluta lands-
ins. Sigurður er jafnframt aðalsöngstjóri sam-
bands sænskra söngfélaga á Kyrrahafsströndinni,
og sýnir það glöggt hvers álits hann nýtur meðal
frænda vorra Svíanna vestur þar.
Síðan hann settist að í Bellingham hefir Sig-
urður einnig stofnað íslenzkan söngflokk (bland-
aðan kór), er hann stjórnar og ber nafnið “Harpa”.
Uppruna nafnsins mun ekki langt að leita, því að
söngflokkur þessi ber vafalaust nafn hins sögu-
fræga söngfélags “Harpa” í Reykjavík (stofnað
1862), sem Jónas Helgason, föðurbróðir Sigurðar
stjórnaði, en Helgi faðir hans var lengst af for-
maður þess. Annaðist félag þetta sönginn á þjóð-
hátíðinni 1874 og hlaut lof og sæmd fyrir frammi-
stöðuna.
Hin nýja “Harpa” í Bellingham sýnist einnig
ætla að bera nafn með rentu, því að hróður henn-
ar fer vaxandi á Vesturströndinni. Seinni partinn
í fyrra vetur hélt söngfélag þetta samkomur all-
víða á þeim slóðum, þar sem íslendingar eru fjöl-
mennastir (í Seattle, Blaine og á Point Roberts),
og þótti takast prýðilega, bæði um val söngvanna