Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 56
54
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
og meðferð þeirra. (Smbr. grein frú Jakobínu
Johnson, Lögberg, 10. apríl 1941). Vinnur söng-
félag þetta, eins og aðrir íslenzkir söngflokkar í
landi hér, hið þarfasta og merkasta þjóðræknis-
verk. Geta má þess einnig, að söngfélagið “Harpa”
er í allsherjar sambandi söngfélaga Bandaríkja
(The National Federation of Music Clubs) og
sambandsdeild í Þjóðræknisfélagi íslendinga í
Vesturheimi.
En ekki er það nein nýlunda, þó að söng-
flokkar Sigurðar Helgasonar beri fagurt vitni
þekkingu hans og hæfileikum, því að hann hefir
altaf verið talinn ágætur söngstjóri. Þeir, sem
áttu því láni að fagna, eins og sá, er þetta ritar, að
sjá han stjórna hinum mikla—175 radda karlakór
— sambands sænskra söngfélaga í Bellingham í
sumar, er leið, mun það seint úr minni líða, svo
prýðilega fór honum það verk úr hendi. Enda
þótti samkoma þessi með afbrigðum áhrifamikil,
og vel lét það vafalaust í eyrum þeirra íslendinga,
sem sóttu hana, að heyra hinn volduga lofsöng
þjóðar vorrar, “Ó, Guð vors lands”, sunginn við
þetta tækifæri, en þýðingin sænska var eftir söng-
stjórann sjálfan.
Þá skal þess getið, sem áreiðanlega mun
halda nafni Sigurðar lengst á lofti, en það eru tón-
smíðar hans. Frá því snemma á árum hefir hann
fengist mikið við sönglagagerð. í íslenzku söngva-
safni eru tvö lög eftir hann, “Skín við sólu Skaga-
fjörður”, sem löngu er orðið eftirlætislag íslend-
inga beggja megin hafsins, og “Nú sé eg og faðma
þig syngjandi vor”. En hann hefir samið og
raddsett fjölda annara sönglaga. Meðal annars
hefir hann á síðari árum samið lög við kvæði
ýmsra Vestur-íslendinga, svo sem kvæðið “Áróra”
eftir Guttorm J. Guttormsson, “Síglaði sunnan-
blær” eftir Jakobínu Johnson og “Þá ást telur