Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 58
Höfðinginn og garðyrkjumennirnir
Æfintýri eftir J. Magnús Bjarnason
Einu sinni í fyrndinni var í Austurlöndum
höfðingi nokkur, vænn og veglyndur, sem vildi
þjóð sinni alt hið bezta. Hann lagði mikla áherzlu
á það, að garðyrkja væri stunduð af kappi í land-
inu. En þá er hann settist að völdum, lá hinn víði
jurta- og aldingarður, sem var umhverfis höllina
hans, í mikilli órækt. Skipaði hann þá ráðgjafa
sínum að láta það berast út, að góður og duglegur
garðyrkjumaður gæti fengið stöðuga og vel laun-
aða atvinnu þar á höfðingjasetrinu.
Svo var það einn dag, snemma morguns, að
ráðgjafinn gekk fyrir höfðingjann og tilkynti hon-
um, að fjórir garðyrkjumenn væru komnir og
biðu í forstofu hallarinnar.
“Leiddu þá inn hingað til mín, einn og einn
í senn,” sagði höfðinginn.
Ráðgjafinn fór og kom aftur að vörmu spori
með ungan mann, spengilegan og snyrtilega til
fara, sem hneigði sig fyrir höfðingjanum.
“Ert þú garðyrkjumaður?” spurði höfðinginn.
“Já, herra,” sagði hinn ungi maður, “eg kann
vel að garðyrkju.”
“Hvað hefir þú þér til skemtunar í tómstund-
um þínum?” sagði höfðinginn.
“Þegar dagsverki mínu er lokið, geng eg
vanalega út um borgina, til þess að vita, hvers eg
verð vís, því að þar er ávalt eitthvað nýtt að sjá
og heyra.”