Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 60
58
ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
“Ert þú einnig garðyrkjumaður?” sagði höfð-
inginn.
“Eg hefi lengi stundað það starf, virðulegi
herra, og hefi haft mikla unun af því.”
“En þegar þú hefir ekki verið við það starf,
af hverju hefir þú þá haft unun?” spurði höfð-
inginn.
“Af skáktafli, virðulegi herra. Eg hefi af
engu eins mikla skemtun sem því, að tefla skák-
tafl við góðan taflmann.”
“Þá vil eg, að þú hugsir ekki um garðyrkju að
sinni,’.’ sagði höfðinginn; “heldur ætla eg að senda
þig til fjarlægs lands, til þess að fá þar kaupendur
að ýmsum þeim garðávöxtum, sem landið okkar
framleiðir.”
“Það skal vera eins og þú fyrirskipar, virðu-
legi herra,” sagði hinn prúði garðyrkjumaður.
“Komdu nú með manninn, sem eftir er,” sagði
höfðinginn við ráðgjafa sinn.
Og ráðgjafinn fór og kom brátt aftur með
fjórða garðyrkjumanninn, sem var fremur ungur
maður, þreklegur og einbeittlegur, og var í hrein-
legum verkamannsbúningi. Hann laut höfðingj-
anum hæversklega og mælti:
“Eg er garðyrkjumaður, herra, og hingað er
eg kominn í þvi skyni, að bjóða þér liðveizlu mína
til þess að rækta blóma- og matjurtagarðinn þinn.
Ef þú hefir þegar ráðið til þín annan garðyrkju-
mann, þá gott og vel! Eg sný þá strax heim
aftur, og það án nokkurar þykkju.”
“Kantu nokkra aðra iðn en garðyrkju?”
spurði höfðinginn.
“Nei, herra, enga.”
“Hvað gerir þú helzt þér til skemtunar, þegar
þú hefir tómstundir?”
“Eg hvíli mig, herra, og safna kröftum.”