Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 62
Einn af frumherjunum
Halldor Arnason
Frá Sigurðarstöðum á Sléttu
Eftir G. J. OLESON
Argyle-bygðin í Manitoba er ein hin allra
fegursta íslenzk bygð vestan hafs, hún er ekki eins
fólksmörg eða víðáttumikil eins og Nýja ísland,
Dakota-bygðin, Vatnabygðirnar í Saskatchewan
og Winnipeg og sennilega islenzku bygðarnar í
kringum Manitoba-vatn, en í sögu vestur islenzkr-
ar menningar skipar hún hefðarsæti og hefir skip-
að frá fyrstu tíð. Það var mannval í Argyle á
fyrri árum og það er mannval þar enn. Það voru
stórmenni í andlegum skilningi, margir af frum-
herjunum, sem mundu hafa sómt sér vel í hvaða
mannfélagi sem var. Frá Argyle er maðurinn
kominn sem einna mestur frægðarljómi hefir
stafað frá í flokki Islendinga hér í landi, Hon.
Thomas H. Johnson, er um skeið var dómsmála-
ráðherra í Manitoba og dó á besta aldri. Þaðan
var líka Dr. Björn B. Jónsson kominn, einn hinn
allra snjallasti gáfu- og mælskumaður og leiðtogi
í vestur íslenzkri prestastétt, auk margra annara.
Það voru friðsamir menn — spakmenni — all-
ur þorri þeirra sem Argyle bygðu, og það hefir alla
jafnt ríkt friður og eining í bygðinni. Þar hafa
verið fáir óróaseggir eða uppreisnar menn, en
menn sem hafa trúað á andlega breytiþróun, menn
sem hafa verið frjálslyndir og drengilegir, og trú-
að á sigur hins góða. Ókunnugir og einstaka