Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 67
ALMANAK 1942
65
þey og án yfirlætis og horfði fram á veginn með
umhyggju fyrir morgundeginum, eins og sá sem
forsjáll er.
Synir Halldórs eru 3, Árni er elztur, þá Snorri,
en Jónas er yngstur, hann hefir verið kaupmaður
í Cypress River síðan 1912; hann hefir haft um-
fangsmikla verzlun og er í miklu áliti í sínu um-
hverfi, hann er giftur Jónasínu Sigtryggsdóttir
Stefánssonar frumherja og fyrrum bónda í Argyle-
bygð. Þau hafa mesta myndar heimili í Cypress
River. Bræður Jónasar starfa með honum við
verzlunina.
í stjórnmálum og trúmálum fylgdi Halldór
hinni frjálslyndu stefnu, en var enginn gerbreyt-
ingamaður sem öllu vill kollvarpa; hann var frjáls
og rúmur, og í mörgu tilliti víðsýnn, vildi varðveita
það haldgóða sem eldri kynslóðin átti í fói’um
sínum en kasta því ónýta fyrir borð. Aftur á móti
taka á móti fegins hendi þeim nýungum sem heil-
brigt vit og reynsla sýndi og sannaði að var til
fi’amfara.
Halldór átti sinn þátt með mörgum öðrum
ágætum mönnum að setja heilbrigðan svip á bygð-
ina sína og íslenzkt mannfélag hér vestra. Hann
dó í hárri elli, 22. september 1932.