Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 68
Öldungurinn Björn Þorbergsson
Eftir Einar Sigurðsson
Það hafa ýmsir orðið til að benda á það, að
sveitamenningin íslenzka, eins og hún gerðist í
byrjun vesturflutninganna, hafi reynst frumbyggj-
unum notadrjúgt veganesti í þjóðadeiglunni hér
vestra. Og ekki eru það íslendingar eingöngu,
sem komið hafa auga á þetta. Hérlendir menn
hafa einnig veitt því eftirtekt, að sumir íslenzkir
alþýðumenn hafa verið óvanalega fróðir og víð-
lesnir menn.
Fyrir allmörgum árum var íslenzkur alþýðu-
maður kosinn á fylkisþing í einum af sléttufylkj-
unum í Canada. Þá var það, að eitt stórblaðið,
þar vestra, sendi tíðindamann sinn á fund hins
nýkosna þingmanns. Fréttaritaranum fórust,
meðal annars, orð um viðtalið eitthvað á þessa
leið: “Eg hefi þingmannsins eigin orð fyrir því, að
hann hafi aldrei inn fyrir skóladyr komið, — sem
nemandi. En enginn, sem heyrir hann flytja ræðu,
eða spjallar við hann í kunningjahóp, mundi til
hugar koma, að hann hefði ekki hlotið víðtæka
háskólamentun (“extensive university educa-
tion”) — svo víðsýnn er hann og sannmentaður.
Og fleiri íslendingar hafa fengið líkan dóm hjá
erlendum samferðamönnum.
Einn þeirra manna, er borið hafa hátt merki
þessarar íslenzku menningar, er maður sá, sem
hér verður stuttlega minst, öldungurinn Björn Þor-
bersson.