Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 69
ALMANAK 1942
67
Björn er fæddur á Dúki í Sæmundarhlíð í
Skagafjarðarsýslu, 28. marz 1852. Foreldrar hans
voru: Þorbergur hreppstjóri á Dúki (d. 1872), Jóns-
sonar hreppstjóra á Dúki, Oddssonar bónda á
Tunguhálsi, Sveinssonar prests í Goðdölum,
Sveinssonar prests á Barði í Fljótum; og Helga
Jónsdóttir Reykjalíns, síðar prests að Ríp í Hegra-
nesi, Jónssonar prófasta að Breiðabólstað í Húna-
vatnssýslu.
Ólst Björn upp hjá foreldrum sínum á Dúki til
fullorðinsára. Snemma sumars 1881 (20. júní)
kvæntist hann Helgu Þorleifsdóttur frá Reykjum
á Reykjaströnd og byrjuðu þau búskap á Dúki, en
árið 1883 fluttu þau að Fagranesi á Reykjaströnd
og voru þar fram til sumarsins 1887, er þau mistu
öll yngstu börn sín úr barnaveiki. Brugðu þau
hjón þá búi og fluttu til tengdaforeldra Björns, að
Reykjum á Reykjaströnd; þaðan fluttu þau með
þeim vorið 1888 inn á Sauðárkrók og dvöldust þar
til þess tíma, er þau fluttu til Canada sumarið
1891. Fyrsta veturinn hér vestra voru þau Björn
og Helga í Víðidalstungu í Nýja íslandi, hjá þeim
hjónum Þorvaldi Þorvaldssyni og Þuríði systur
Björns.D vorið 1892 fluttust þau vestur í Lögbergs-
bygð og tók Björn þar heimilisrétt á landi. Síðar,
árið 1898, fluttu þau inn í Þingvalla nýlendu og
vrou bústet þar í 30 ár. Kona Björns andaðist 12.
desember 1925 og þrem árum síðar fór hann tii
Guðrúnar dóttur sinnar og tengdasonar í Winni-
peg, en hún dó stuttu síðar, og síðustu 10 árin hef-
ir Björn verið hjá Sigríði dóttur sinni og manni
hennar Franklin Gíslason á þeim stöðvum, sem
hann ól lengst aldur sinn vestan hafsins.
1) Foreldrum hinna þjóðkunnu bræðra vísindamannsins
prófessors Þorbergs Thorvaldson í Saskatoon, Sask., og
athafnamannsins Sveins kaupmanns Thorvaldson í River-
ton, Man., og þeirra systkina.—Ritstj.