Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 71
ALMANAK 1942
69
að hann var ekki búsettur í bænum, hafði annar
maður afgreiðsluna á hendi. Þetta starf hafði
Björn á hendi í 10 ár, en sagði þá stöðunni lausri.
Var hann og á þeim árum að draga sig í hlé frá
öllurn opinberum störfum. Taldi sig ekki færan
um að standa í því vafstri, er slíkum málum fylgir.
Bókhneigður hefir Björn verið alla æfi og
lesið mikið, bæði á íslenzku og ensku, einkum
ljóðabækur, enda sjálfur vel hagmæltur, og hafa
kvæði eftir hann birst við og við í íslenzku blöð-
unum, sérstaklega Lögbergi.
Björn er nú orðinn háaldraður, verður níræð-
ur, ef honum endist aldur til næsta afmælis. En
heldur þó sínum sálarkröftum að mestu óskertum.
Les gleraugnalaust og er enn sílesandi, og ræðir
áhugamál sín með kappi og áhuga, þegar kunn-
ingjarnir koma að heimsækja hann.
Óhætt mun að fullyrða, að Björn hafi lagt
sinn skerf til að skapa það álit, sem íslendingar
virðast hafa áunnið sér hér vestra, sem sé, að þeir
hafi reynst nýtir borgarar í sínu nýja fósturlandi.