Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 72
HELZTU VIÐBURÐIR
meðal íslendinga í Vesturheimi
—1940—
27. okt.—Lokið Islandssýningunni í New York,
er vakið 'hafði mikla eftirtekt og verið landi og
þjóð til sæmdar.
28. okt.—íslendingar í New York borg og víð-
ar að halda Thor Thors aðalræðismanni og frú
hans veglegt samsæti.
Okt.-nóv.—Nálægt þeim mánaðamótum kom
út á Islandi fyrsta bindi af Sögu íslendinga í Vest-
urheimi eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson rithöfund.
Þjóðræknisfélag ísl. í Vesturheimi stóð að útgáf-
unni, en Soffonías Thorkelsson framkvæmdar-
stjóri átti drýgstan þátt í því, hve greiðlega tókst
um hana. Hefir bókin vakið athygli og mikið
umtál.
Nóv.—í lok þess mánaðar kom hin víðfræga
íslenzka söngkona, María Markan, til Vancouver,
B. C., frá Ástralíu, en þar hafði hún sungið víðs-
vegar sem gestur rikisútvarpsins (Australian
Broadcasting Commission) og farið hina mestu
sigurför.
3. des.—Héldu fyrverandi íbúar Lundar-bæjar
og bygðar í Manitoba fjölmennan mannfagnað
(“Lundarmót”) í Winnipeg, undir stjórn Páls
Reykdals, fyrrum sveitaroddvita í Lundarbygð
(Coldwell sveit).
4. des.—Lestrarfélagið “Vestri” í Seattle minn-
ist Sveins Björnssonar í tilefni af 85 ára afmæli
hans (14. nóvember), en hann var einn af stofn-
endum félagsins fyrir réttum 40 árum síðan.