Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Side 73
ALMANAK 1942
71
—1941—
11. jan.—Valdine Conde, sem er aðeins 11 ára
að aldri og nefnd hefir verið “undrabarn” í hljóm-
leik, lék á píanó með hljómsveitinni “Philharmonic
Symphony Orchestra” í Carnegie Hall í New York
borg, og hlaut hina mestu aðdáun tilheyrenda.
Hún er íslenzk í móðurætt, dótturdóttir Sigvalda
Nordal og konu hans í Selkirk, Man., og hlaut
fyrstu tilsögn í píanóspili hjá móðursystur sinni,
frú Guðrúnu Helgason.
12. jan.—María Markan söngkona, er áður
hafði sunigið yfir canadiska ríkisútvarpið, söng við
mikinn orðstír með hinni kunnu hljómsveit, “The
Vancouver Symphony Orchestra”. Kvöldið eftir
héldu íslendingar þar i borg henni fjölment sam-
sæti.
17. jan.—Séra Helgi I. S. Borgfjörð settur inn
í embætti sitt sem prestur únítarisku kirkjunnar,
“The Church of Our Father”, í Ottawa, Ontario.
20. jan.—Tók Skúli Hjörleifsson, fyrrum verzl-
unarstjóri í Riverton, Man., við stöðu sinni sem
gjaldkeri við flughersdeildina (“Comptroller of
the Treasury, Air Force Service, Audit Section”)
í Ottawa, Ontario.
22. jan.—Leikfélag stúdenta á Landbúnaðar-
háskólanum (State Agi’icultural College) í Fargo,
N. Dakota, sýndi Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjóns-
sonar í enskri þýðingu, undir leikstjórn prófessors
A. G. Arvold, sem er víðkunnur fyrir starfsemi
sína á því sviði. Þótti sýningin vel takast.
Jan.—Seint í þeim mánuði hlaut Leó Magnús-
son, smjörgerðarmaður við Teulon rjómabúið í
Manitoba, hæztu verðlaun fyrir smjörgerð innan
þess fylkis.