Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 75
ALMANAK 1942
73
6. marz—María Markan söngkona vann nýjan
sigur og mikinn með söngsamkomu sinni í sam-
komuhöll Winnipegborgar það kveld. Var sam-
koman, er haldin var undir umsjón Þjóðræknisfé-
lagsins, ágætlega sótt og söngkonunni og þjóð-
stofni hennar til hins mesta sóma.
11. marz—Hinn íslenzki Kvennakór í Minne-
apolis, Minnesota, hé’lt árlega söngsamkomu sína,
undir stjórn Hjartar Lárusson hljómfræðings, og
fékk vinsamlega dóma fyrir frammistöðu sína.
14. marz—Opnaði Nína Sæmundsson mynd-
höggvari listasýningu í Los Angeles, California,
er stóð yfir til mánaðarloka og þótti hin merki-
iegasta.
22. marz—Björn Eggertsson, kaupmaður að
Vogar, Man., endurkosinn forseti samtaka fiski-
kaupmanna og fiskimanna við Manitobavatn á
fjölsóttum ársfundi þeirra í Winnipeg.
25. marz—Hélt Jóns Sigurðssonar félagið í
Winnipeg (The Jón Sigurdsson Chapter of the
Imperial Order Daughters of the Empire) 25 ára
afmæli sitt með tilkomumiklu hátíðahaldi. Forseti
félagsins er Mrs. J. B. Skaptason, er einnig var
fyrsti forseti þess og átti meginþátt í stofnun þess.
28. marz-—Maríu Markan söngkonu haldið
virðu'legt og fjölment samsæti í Winnipeg, sem
Þjóðræknisfélagið, félag yngri Islendinga og
Karlakór íslendinga stóðu að.
Marz—Joseph T. Thorson, K.C., sambands-
þingmaður Selkirk-kjördæmis í Manitoba, kosinn
formaður nefndar þeirrar á sambandsþinginu, er
rannsaka skyldi fjármál varðandi stríðssóknina af
hálfu Canada.
Marz—Séra K. K. Ólafsson kosinn forseti Leifs
Eiríkssonar félagsins í Seattle (The Leif Erikson