Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 76
74
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Foundation); frú Jakobína Johnson var endurkos-
inn ritari.
31. marz og 1. apríl—sýndi Leikfélag Sam-
bandssafnaðar í Winnipeg leikritið Öldur eftir séra
Jakob Jónsson undir leikstjórn Árna Sigurðssonar.
Þótti sýning þessi hin prýðilegasta. Síðar á árinu
var leikur þessi sýndur víðar í bygðum íslendinga.
4. apríl—Fimtíu ára afmælis Hnausa-skóla-
héraðs í Nýja-íslandi minst með viðeigandi há-
tíðahaldi. Fyrsti kennari þess var séra Rúnólfur
Marteinsson; aðrir fyrverandi kennarar, sem boðið
hafði verið sem heiðursgestum, voru þau Mrs.
Guðný Paulson í Winnipeg og J. Magnús Bjarna-
son rithöfundur í Elfros, Sask.
6. apríl—Kom Soffonías Thorkelsson verk-
smiðjustjóri til Winnipeg eftir langa dvöl á íslandi.
11. apríl—Að kveldi þess dags (föstudagsins
langa) söng söngflokkur Fyrstu lútersku kirkju í
Winnipeg hina víðfrægu helgikantötu “Krossfest-
ingin” (The Crucifixion) undir stjórn Frank Thor-
olfson hljómfræðings og söngstjóra safnaðarins.
Vakti meðferð flokksins á þessu áhrifamikla lista-
verki hrifning tilheyrenda.
16. apríl—Karlakór Islendinga í Winnipeg,
undir stjórn Ragnars H. Ragnar hljómfræðings,
hélt mikla söngsamkomu í sönghöll Winnipeg-
borgar, með aðstoð Maríu Markan söngkonu.
22. apríl—Átti Arinbjörn S. Bardal útfarar-
stjóri 75 ára afmæli. Hefir hann tekið marghátt-
aðan þátt í íslenzkum mannfélagsmálum vestan
hafs og árum saman verið Stórtemplar Manitoba-
fylkis og Vesturlandsins.
22. apríl—Við fylkiskosningar í Manitoba voru
þeir Paul Bardal þæjarfulltrúi og G. S. Thorvald-
son lögrfæðingur kosnir á fylkisþing fyrir Winni-
pegþorg, og Skúli Sigfússon að Lundar kosinn