Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 78
76
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Diploma in Education:
Margrét Stefanía Bardal, B.Sc.
Douglas William Jónsson hlaut heiðurspening
úr gulli frá The Royal Architectural Institute of
Canada. Ásgeir Jónas Thorsteinsson (sonur
þeirra Sigurðar Thorsteinsson (nú látinn) og Hall-
dóru Ólafson í Winnipeg) hlaut hæstu einkunn í
sinni deild og heiðurspening háskólans úr gulli;
honum stóð einnig til boða námsstykur til fram-
halds-rannsókna í búfræði. Hann hafði áður
hlotið námsverðlaun og staðið framarlega í félags-
lífi stúdenta. Edward B. Carlson, er lauk annars
árs prófi í rafmagnsfræði, hlaut einnig námsverð-
laun, en hann er íslenzkur í móðurætt.
24. maí—Fögnuðu íslendingar í New York
borg komu Maríu Markan söngkonu þangað með
veglegu samsæti.
Maí—Baldur H. Kristjánsson frá Gimli, Man.,
hlaut námsverðlaun og ókeypis kenslu til fram-
haldsnáms á ríkisháskólanum í Wisconsin. Hafði
hann áður hlotið námsverðlaun fyrir framúrskar-
andi dugnað í námi á Polytechnic Institute í Vir-
ginia í Bandaríkjunum (smbr. Almanak 1941).
Maí—í þeim mánuði tók flugliðsforinginn Joe
Laxdal (sonur Böðvars Gíslasonar Laxdal í Winni-
peg) við stöðu sem eftirlitsmaður flugskóla í
Austur-Canada, en hann hafði áður gengt sams-
konar starfi í Edmonton, Alberta.
Maí—Varð Frederick A. ólafson (sonur þeirra
séra K. K. Ólafson og frú Friðrikku í Seattle)
efstur af nær fimm hundruð nemendum við fulln-
aðarpróf á Ballard gagnfræðaskólanum (high
school) þar í borg. Á hann sér að baki óvenjulega
glæsilegan námsferil. Hann bar einnig sigur úr
býtum í víðtækri samkepni um 4 ára námsverð-
laun, nýsveinum til handa, frá eigi færri en þrem
þjóðkunnum ameriskum mentastofnunum, Yale