Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 81
ALMANAK 1942
79
haldið í Winnipeg. Séra K. K. Ólafson endurkos-
inn forseti.
21. júní—Thor Thors, aðalræðismaður íslands
í Néw York, gerði kunnugt, að María Markan söng-
kona hefði verið ráðin við Metropolitan óperuna í
New York frá 1. september næstkomandi. Er
þetta hin glæsilegasta sigurvinning fyrir söngkon-
una og þjóð hennar.
27.—30. júní—Hið 19. ársþing Hins sameinaða
kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi haldið í
Riverton, Manitoba. Séra Guðmundur Árnason
endurkosinn forseti. Á 15. ársþingi sambands
kvenfélaga nefnds kirkjufélags, er haldið var sam-
tímis (28. júní) þar í bæ, var frú Marja Björnsson
endurkosin forseti.
Júní—í þeim mánuði var séra Guðmundur
Árnason skipaður útbreiðslustjóri málefna Úní-
tarafélagsins ameríska (American Unitarian As-
sociation) meðal Islendinga vestan hafs, en dr.
Rögnvaldur Pétursson hafði áður haft það starf
með höndum árum saman.
10. júlí—Flutti frú Björg V. ísfeld erindi um
íslenzka hljómlist á ársþingi canadiskra hljóm-
fræðikennara (Canadian Federation of Music Tea-
chers Association) í Victoria, British Columbia.
15. júlí—íslendingar í Selkirk, Manitoba,
heiðra Sigvalda Nordal með fjölmennum og virðu-
legum mannfagnaði í tilefni af áttræðisafmæli
hans, en hann hefir staðið þar framarlega í félags-
málum þeirra, ekki sízt kirkjulegum félagsskap.
16. júli—Aldarfjórðungsafmæli kvenfélagsins
“Líkn” í Blaine, Washington, haldið hátíðlegt með
fjölmennu minningar-samsæti. Fyrsti forseti þess
var frú Bertha Daníelson, en núverandi forseti er
frú Margrét Johnson.