Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Side 83
ALMANAK 1942
81
Los Angeles og Spanish Fork, Utah; en fyr á
sumrinu höfðu slíkar þjóðhátíðar verið haldnar að
Mountain, N. Dak.; í Churchridge, Sask., og Blaine,
Washington. Á hátíðinni að Gimli bar það til sér-
stakra tíðinda, að þar var leikin hljómplata með
kveðju til Vestur-íslendinga frá Sveini Björnssyni,
ríkisstjóra íslands.
6. -8. ágúst—Haldið að Gimli 17. ársþing
Bandalags lúterskra kvenna; frú Ingibjörg J. Ólafs-
son endurkosin forseti.
7. ágúst—Lauk ungfrú Josephine Austfjord
(dóttir þeirra Björns kaupmanns Austfjord (ný-
lega látinn) og Þóreyjar konu hans) kennaraprófi
við ríkisháskólann í Norður-Dakota og hlaut
mentastigið Bachelor of Science in Education and
Bachelor’s Diploma in Teaching.
10. ágúst—Var þeim dr. Sveini E. Björnsson
og frú Marju haldið veglegt og mannmargt sam-
sæti í Árborg, Man., í tilefni af silfurbrúðkaupi
þeirra. Hafa þau hjónin tekið mikinn þátt í ís-
lenzkum félagsmálum innan og utan bygðar sinn-
ar; er Sveinn læknir vara-forseti Þjóðræknisfé-
lagsins, en frú Marja hefir árum saman verið for-
seti Hinna Sameinuðu íslenzku Frjálstrúar Kven-
félaga í Vesturheimi.
11. ágúst—Átti Einar Páll Jónsson, ritstjóri og
skáld, sextugsafmæli. Hefir hann verið við rit-
stjórn Lögbergs í aldarfjórðung, fyrstu tíu árin
sem meðritstjóri, en síðan, nær óslitið, sem rit-
stjóri. Auk ritstjórnarstarfseminnar, er hann
löngu víðkunnur fyrir prýðilegan skáldskap sinn.
11. ágúst—Kom dr. Richard Beck úr fyrir-
lestraferð um Vestur-Canada og á Kyrrahafs-
ströndinni. Hafði hann flutt 17 ræður og erindi,
á íslenzku og ensku, á ferð sinni, og nær eingöngu
um íslenzk efni; viðtali við hann um fsland var