Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 84
82
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
einnig útvarpað frá Vancouver yfir canadiska
ríkisútvarpið.
Ágúst—I þeim mánuði komu þrír viðskifta-
fulltrúar frá fslandi til Bandaríkjanna, þeir banka-
stjórarnir Vilhjálmur Þór og Ásgeir Ásgeirsson,
og Björn Ólafsson kaupmaður. Var það erindi
þessarar fulltrúanefndar að semja við Bandaríkja-
stjórnina, fyrir fslands hönd, um fjármál, verzlun-
armál og viðskifti milli þessara tveggja landa.
Ágúst-september—Um þau mánaðamót lagði
Björn Björnson blaðamaður (sonur þierra Gunn-
ars B. Björnson ritstjóra og konu hans í Minne-
apolis) af stað til íslands á vegum National Broad-
casting útvarpsfélagsins ameríska; jafnframt er
hann fréttaritari merkra Bandaríkjablaða.
3. sept.—Joseph T. Thorson ráðherra og frá
hans heiðruð með mjög fjölmennu og glæsilegu
samsæti í Winnipeg, er haldið var að tilhlutun
stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins og annara
velunnara ráðherrans.
7. sept.—Séra Rúnólfur Marteinsson og frú
Ingunn kvödd með mannfagnaði að aflokinni guðs-
þjónustu i Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, en
þau hjónin voru þá á förum vestur til Vancouver,
B. C.
Sept.—Snemma í þeim mánuði átti vikublaðið
Minneota Mascot í Minneota, Minnesota, 50 ára
afmæli, en útgefandi þess og ritstjóri í meir en 40
ár hefir verið Gunnar B. Björnson; ásamt S. Th.
Westdal (nú við blaðamensku í Williston, N. Dak.)
keypti hann blaðið í ársbyrjun 1894 og gáfu þeir
það út í sameiningu næstu fimm árin.
Sept.—Um það leyti varð Tryggvi J. Oleson.
M.A., kennari í sagnfræði við Wesley College í
Winnipeg, sem nú er hluti af fylkisháskólanum
í Manitoba.