Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 85
ALMANAK 1942
83
14. sept.—Átti merkiskonan Hallfriður (Snow-
field) Thorwaldson (ekkja Elisar Thorwaldson),
nú til heimilis í Los Angeles, California, áttræðis-
afmæli. Hún og Lena Eyford (Mrs. B. T. Björnson
í Boise, Idaho) voru fyrstu íslendingar, sem stund-
uðu nám á ríkisháskóla Norður Dakota í Grand
Forks, en þær innrituðust þar haustið 1884.
30. sept.—Minst 85 ára afmælis athafna-
mannsins Kristjáns Ólafsson, lífsábyrgðarsala, í
Winnipeg, en hann hefir á margan hátt komið við
sögu islenzkra félagsmála vestan hafs.
1. okt.—Byrjaði vikublaðið Heimskringla 56.
ár sitt, og átti því í raun réttri 55 ára afmæli um
þau mánaðamót. Fyrsta blað þess kom annars út
9. sept. 1886. Núverandi ritstjóri, er gengt hefir
því starfi samfleytt í áratug, og hafði það áður
með höndum, er Stefán Einarsson.
5. okt.—Vígð bygðarkirkja að Vogar, Mani-
toba, með sæmandi viðhöfn og að viðstöddu fjöl-
menni. Vígsluna framkvæmdu þeir séra Guð-
mundur Árnason, forseti Hins Sameinaða Kirkju-
félags íslendinga í Vesturheimi, og séra Valdimar
J. Eylands, prestur Fyrstu lútersku kirkju í Win-
nipeg.
15. okt.-—Dr. Númi Hjálmarsson og Sigríður
frú hans, að Lundar, Manitoba, kvödd með fjöl-
sóttu og myndarlegu samsæti bygðarbúa, en þau
voru þá að flytja þaðan búferlum. Hafa þau bæði
átt vinsældum að fagna.
18. og 25. okt.—Birtist í tímaritinu The New
Yorker ítarleg og mjög eftirtektarverð grein um
dr. Vilhjálm Stefánsson landkönnuð; var hún,
nokkuð samandregin, endurprentuð í desember-
hefti hins víðlesna mánaðarrits The Reader's
Digest.