Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Side 86
84 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
10. okt.—Opnuð til afnota í Grand Forks, N.
Dak., stór og öflug rafstöð, og framleiðir orkuver
þetta rafmagn til ljósa og hitunar í nærliggjandi
sveitum bæði í N. Dakota og Minnesota. Fram-
kvæmdarstjóri þessa þjóðþrifafyrirtækis, sameign
bænda á þeim slóðum, er Andrew L. Freeman,
verkfræðingur; en lögfræðilegur ráðunautur fé-
lagsins er Einar Johnson, lögfræðingur og rikis-
lögsóknari í Lakota, N. Dakota. Báðir þessir
efnismenn ei’u úr íslenzku bygðinni að Upham,
N. Dak.
31. okt.—Séra S. O. Thorláksson, trúboða, og
frú Carolinu, haldið fjölment og virðulegt samsæti
í tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra, á heimili dr.
Ben Eymundson í San Francisco, California. Séra
Thorláksson hefir verið trúboði í Japan í aldar-
fjórðung, en tekst nú kirkjulega starfsemi á hend-
ur hér í álfu.
Okt.—í þeim mánuði var Thor Thors, aðal-
ræðismaður íslands í Bandaríkjunum, skipaður
sendiherra íslands í Washington; stofnaði ísland
með útnefningu hans sendiherrasveit (Legation)
í Bandaríkjunum fyrsta sinni.
Okt.—Seint í þeim mánuði kom Jón J. Bíldfell,
fyrrum ritstjóri Lögbergs, til Winnipeg eftir meir
en tveggja ára dvöl norður í Baffinlandi, í þjón-
ustu Hudson’s Bay félagsins. Vann hann að því
að koma á stofn dúntekju sem atvinnugrein fyrir
íbúa Norðurlandsins. Var hér þessvegna um
brautryðjandastarf að ræða.
Okt.-nóv.—Um þau mánaðamót lagði ungfrú
Freyja Eleanor Ólafsson hjúkrunarkona (dóttir
séra Sigurðar Ólafsson og frú Ingibjargar í Sel-
kirk, Manitoba) af stað til Suður-Afríku til starfs
í þjónustu landsstjórnarinnar þar.
4. nóv.—Paul Johnson kaupsýslumaður í East
Grand Forks, Minnesota, kosinn í bæjarstjórn þar
með miklu atkvæðamagni. Hann hefir tekið mik-