Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 90
88
ÓLAFUR S. THORGEmSSON:
ir sextíu árum síðan, og hafði átt heima í Selkirk
kringum 40 ár, en áður árum saman í Winnipeg.
17. Stephaný Guðbjörg Bardal, kona Árna Bardal að
Markerville, Alta., og dóttir Stephans G. Stephans-
sonar skálds og Helgu konu hans. Hún beið bana af
bílslysi á heimleið frá jarðarför móður sinnar.
17. Björg Jónsdóttir Davidson, ekkja Jóns Davíðssonar, að
heimili sonar síns, W. M. Davidson, í grend við Moun-
tain, N. Dak. Fædd í Dalasýslu 30. sept. 1856. For-
eldrar: Jón Jónsson og Sigriður Eyvindsdóttir, og flutt-
ist hún með þeim til Vesturheims 1874.
18. María Hermann hjúkrunarkona, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg, en þar hafði hún árum saman
gegnt yfirhjúkrunarkonu stöðu; rúmlega sextug að
aldri. Foreldrar: Hermann Hjálmarsson Hermann og
Magnea dóttir Péturs Guðjohnsen dómkirkju-organista
í Reykjavík. Kom vestur um haf með foreldrum sin-
um 1890.
20. Brandur Theodore Ólafson, námsmaður á ríkisháskól-
anum í Norður Dakota, í flugslysi í Grand Forks, N.
Dak. Fæddur að Garðar, N. Dak., 29. júní 1918. For-
eldrar: Jón K. Ólafson, bóndi og fyrrum ríkisþing-
maður, og Kirstin kona hans (Hermann).
22. Sigríður Lilja Alliston, í Portage la Prairie, Man.
Fædd í Winnipeg 1883. Foreldrar: Halldór Sigfússon
Baker og Anna kona hans.
28. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Halldórsson, ekkja Páls
Halldórssonar, fyr bónda að Geysi í Geysir-bygð í
Nýja Islandi, að heimili Mrs. Sigríðar Björnsson dóttur
sinnar í Riverton, Man. Nær níræð að aldri, fædd 7.
des. 1851 á Vémundarstöðum i Ólafsfirði. Foreldrar:
Jón Dagsson hreppstjóri á Karlsstöðum í Ólafsfirði og
Anna Stefánsdóttir frá Þúfnavöllum í Hörgárdal. —
Fluttist til Ameríku sumarið 1894.
29. Lárus Árnason, blindur öldungur og góðkunnur hag-
yrðingur á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man.
Fæddur 5. sept. 1855 að Urriða í Álftaneshreppi í
Mýrasýslu. Foreldrar: Árni Björnsson og Kristín Guð-
mundsdóttir. Ólst upp hjá Guðmundi Þorgeirssyni
og Kristínu Tómasdóttur í Miðgörðum i Kolbeins-
staðahreppi í Hnappadalssýslu. Kom til Canada sum-
arið 1889.