Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 100
98
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Mývatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Jón
Tómasson og Guðrún Grimsdóttir, ættuð úr Þistilfirði.
Fluttist vestur um haf með móður sinni og systkinum
1873, og settust þau að í Rousseau-bæ i Ontario-fylki
í Canada. I för með þeim var einnig Guðrún Jóns-
dóttir Þorgrímssonar frá Garði, síðar kona Brynjólfs
(d. 1918). Frumherji í þrem nýlendum, Ontario, Norð-
ur Dakota og Wynyard.
21. Guðmundur Árnason, á Big Point, Manitoba. Á átt-
ræðisaldri, ættaður frá Þjófsstöðum í Núpasveit í
Norður-Þingeyjarsýslu.
25. Sigríður Erlendsdóttir Johnson Baldvinsson, í Winni-
peg. Fædd í september 1871 í Skálholti í Biskups-
tungum. Foreldrar: Erlendur Eyjólfsson Þorleifssonar
bónda á Snorrastöðum í Laugardal, og Margrét Ingi-
mundardóttir, Tómassonar bónda á Efstadal í Laug-
ardal. Fluttist vestur um haf 1899 og átti fram á allra
síðustu ár heima í Reykjavik-bygðinni í Manitoba.
25. Guðmundur (George) Hanson, um langt skeið bóndi i
Geysir-bygð í Nýja íslandi, á Johnson Memorial
sjúkrahúsinu að Gimli, Man. Fæddur 21. okt. 1867 á
Kárastöðum í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Hans Jó-
hannsson og Náttfríður Jónsdóttir. Kom til Canada á
tvítugsaldri og dvaldi árum saman í Winnipeg, en
nam iand í Geysir-bygð 1909.
JÚNÍ 1941
3. Charles Franklin Benson læknir. í McCreary-bæ í
Manitoba. Fæddur i Winnipeg 1909. Foreldrar: Vé-
steinn Benson, þingeyskur að ætt, og Anna kona hans,
ættuð úr Reykjavík. Lauk námi í læknisfræði á
Manitoba háskóla 1935, en hafði síðan eitthvað ári sið-
ar stundað læknisstörf í McCreary bæ.
5. Halldór Sæmundsson, að heimili Mr. og Mrs. J. Hall-
son í Blaine, Washington. Fæddur að Hryggjum í
Gönguskörðum í Skagafjarðarsýslu árið 1857. For-
eldrar: Sæmundur Halldórsson frá Ausu í Borgarfirði
syðra og Ingiríður Jóhannesardóttir bónda á Mörk í
Laxárdal í Húnavatnssýslu. Flutti vestur um haf
aldamótaárið, og átti framan af heima á ýmsum stöð-
um, en í Blaine síðan 1908. Sonur hans er Jóhannes
H. Húnfjörð, kunnur fyrir ljóðagerð sína.
7. Elízabet Margrét Walterson, að heimili sinu i Selkirk.
Man. Ættuð úr Húnavatnssýslu og fædd 1874. Kom
til Canada 1893.