Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 101
ALMANAK 1942
99
9. Jónas Theodore Hallgrímson, að heimili sínu í Moun-
tain, N. Dak. Faeddur þar í bœ 19. okt. 1917. For-
eldrar: Stefán J. og Sigríður Hallgrímsson.
12. Dagbjört Thorsteinson, kona Helga Thorsteinson, að
heimili sínu að Point Roberts, Washington. Fædd 18.
okt. 1862 að Vík í Mýrdal. Foreldrar: Dagbjartur Haf-
liðason og Gróa Magnúsdóttir. Fluttist vestur um
haf 1887. Þau Helgi og Dagbjört áttu fyrst í sex ár
heima í Victoria, British Columbia, en námu síðan
land að Point Roberts árið 1894.
14. Jón Ketilsson skósmiður, að Gimli, Man. Fæddur að
Bakkagerði í Borgarfirði í Norður-Múlasýslu árið 1858.
Fluttist vestur um haf til Winnipeg snemma á árum
og var þar mörg ár, siðan um 20 ára skeið að Lundar,
Man.
16. Bjarni (Tómasson) Thompson, einn af landnáms-
mönnum Big Point bygðarinnar í Manitoba, á heimili
Arnórs sonar síns þar í bygð. Fæddur 9. nóv. 1866 á
Litla Ármóti í Hraungerðishreppi í Árnessýslu. For-
eldrar: Tómas Ingimundarson frá Efstadal í Laugar-
dalshreppi í sömu sýslu og Guðrún Eyjólfsdóttir frá
Snorrastöðum í Laugardal. Kom til Vesturheims 1886
og nam land í Big Point bygð við Manitoba-vatn 1894.
20. Sveinn Árnason, að heimili sínu í Foam Lake bæ í
Saskatchewan. Fæddur á Snorrastöðum i Blönduhlíð
í Skagafjarðarsýslu 6. apríl 1858. Foreldrar: Árni Sig-
urðsson og Sesselja Halldórsdóttir, Snæbjarnarsonar
prests í Húnaþingi. Fluttist vestur um haf ásamt eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Þórunni Jóhannsdóttir frá
Engihlíð í Húnavatnssýslu. aldamótaárið. Þau voru
þrjú ár í Norður Dakota, en námu siðan land í grend
við Leslie, Saskatchewan, en fluttust síðastliðið haust
til Foam Lake.
21. Jón Alfred, að heimili sínu í Langruth, Man. Fæddur
i Reykjavík árið 1864, en kom til Canada 1884; var
fyrst um margra ára skeið í Winnipeg, en fluttist
skömmu eftir 1910 til Langruth.
22. Friðrikka Jónsdóttir Jóhannsson, ekkja Jóhanns skip-
stjóra Jóhannssonar, að heimiii Mr. og Mrs. Einar
Thorvaldson i Selkirk, Man. Talin ættuð af Norður-
landi og kom með manni sínum hingað til lands fyrir
nærri 50 árum síðan.
23. Kristin Þorsteinsdóttir Sigurðson, kona Ófeigs Sig-
urðson, landnámsmanns og sveitarhöfðingja í Islend-
L