Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 104
102
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
18. Sigurbjörg Jónsdóttir Goodman, ekkja Kristins Good-
man, að heimili sínu í Winnipeg, 85 ára að aldri.
Ættuð frá Saurbœ á Hvalfjarðarströnd i Borgarfjarð-
arsýslu.
25. Anna Katrín Bergman, kona Jóns Bergman kaup-
manns við Craig Siding í Manitoba, á Almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg. Hún var 37 ára að aldri,
fœdd að Oakview, Man., en þar búa fósturforeldrar
hennar, Mr. og Mrs. Harry Davidson.
26. Violet Johnston, í New York borg, 37 ára að aldri.
Foreldrar: Thorsteinn Johnston fiðluleikari (látinn)
og kona hans, lengi búsett í Winnipeg. Kunn sem
fiðluleikari.
28. Guðmundur Jónsson, smjörgerðar-eftirlitsmaður, að
heimili mágs síns, Björns kaupmanns Eggertson, að
Vogar, Man. Fœddur að Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í
Norður-Múlasýslu 11. jan. 1891. Foreldrar: Jón al-
þingismaður Jónsson frá Sleðbrjót og Guðrún Jóns-
dóttir kona hans. Kom til Vesturheims með foreldrum
sínum 1903.
28. Elín Rósa Johnson, ekkja Egils Jónssonar úr Borgar-
firði syðra (d. 1908), á Johnson Memorial sjúkrahús-
inu að Gimli, Man., hnigin að aldri. Foreldrar:
Eiríkur sterki Bjarnason frá Ásgeirsstöðum í Eiða-
þinghá og Sesselja Jónsdóttir, eldra, frá Papey. Egill
og Rósa settust að í Árdals-bygð við Árborg í Nýja
islandi stuttu eftir aldamótin.
31. Ekkjan Margrét Wolf, í San Francisco, California, 72
ára að aldri. Fædd á Kirkjuhóli í grend við Víðimýri
í Skagafirði. Foreldrar: Stefán Stefánsson, ættaður úr
Fljótum, og Þorbjörg Jónsdóttir frá Miðvatni.
ÁGÚST 1941
1. Kristján Sigvaldason, að heimili sínu Odda, í grend
við Riverton, Man. Fæddur í sept. 1861 á Hvítárvöll-
um í Borgarfirði. Foreldrar: Sigvaldi Þorvaldsson og
Ingibjörg Eggertsdóttir Félsted. Kom til Vesturheims
1876 með foreldrum sínum, er síðar námu land við
Riverton og bjuggu þar um langa hríð.
4. Jón Hreggviður Jónsson Henry, á heimili sinu í grend
við Petersfield, Man., þar sem hann hafði verið bóndi
í nærfelt 40 ár.
11. Helga Valgerður Halldórsson, kona Péturs Halldórsson
bónda við Sinclair, Man., á sjúkrahúsinu í Brandon,
Man. Fædd að Sinclair árið 1898.