Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 107
ALMANAK 1942
105
16. Þorgerður Magnússon, kona Jóns Magnússonar frá
Sævarlandi í Skagafirði, að heimili sinu í Winnipeg.
Fædd að Höll í Borgarfirði í Mýrasýslu 27. febr. 1863.
Foreldrar: Eysteinn Halldórsson og Hallgerður Jóns-
dóttir. Fluttist til Vesturheims 1888 og átti lengst af
heima í Winnipeg.
19. Sigurjón Eiríksson, að heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, Mr. og Mrs. K. Björnsson, í Winnipeg. Fæddur
14. apríl 1867, skagfirskur að ætt og uppruna, en ólst
upp á vegum systur sinnar að Egilsá í Norðurárdal.
Kom með henni til Ameríku 1882. Dvaldi framan af
á ýmsum stöðum í Norður Dakota, en nam land í
grend við Wynyard 1907. Áhrifamaður í félagsmál-
um; gekst fyrir þvi, að Wynyard-hérað var gert að
lögsagnar-umdæmi og var fyrsti oddviti sveitarráðs-
ins.
25. Guðmundur Guðmundsson, að heimili sínu í grend
við Mourjtain, N. Dak. Fæddur að Veðramóti i Skaga-
firði 4. okt. 1867. Foreldrar: Guðmundur Jóhannesson
og Sigríður Aradóttir. Fluttist með þeim vestur um
haf til Nýja íslands 1876, en til Norður Dakota 1880
og átti heima i grend við Mountain jafnan síðan.
28. Einar Magnússon Melsted, að heimili sínu í Garðar-
bygð i Norður-Dakota. Fæddur 4. júlí 1864 i Köldu-
kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Magnús
Grimsson frá Krossi í Ljósavatnsskarði og Elin Mag-
núsdóttir frá Sandi i Reykjadal. Kom til Ameríku
með móður sinni 1876, en hafði átt heima i Garðar-
bygð síðan 1882.
28. Ingimar Frankiin Lindal, af slysförum að Brown,
Man. Fæddur að Garðar. N. Dak., 17. des. 1888. Faðir
hans var af skozkum ættum, en móðir hans var Dýr-
finna Tómasdóttir, ættuð úr Víðidal í Húnavatns-
sýslu. Hafði átt heima í Brown-bygðinni íslenzku
síðan 1909.
29. Lillian Davidson hjúkrunarkona, að heimili foreldra
sinna, William M. Davidson og konu hans, í grend við
Mountain, N. Dak. Fædd að Upham, N. Dak., 15.
apríl 1920.
30. Mrs. A. H. Rafnson, að heimili sínu í Minneapolis,
Minn., 60 ára að aldri. Ættuð af Austurlandi, dóttir
Jóns Eyjólfssonar, er lengi bjó í Minneota-bygðinni;
látinn fyrir allmörgum árum.