Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 109
ALMANAK 1942
107
20. Bændaöldungurinn Isleifur Guðjónsson, að heimili
sínu við Otto, Manitoba. Fæddur í Hva'mmi í Þistil-
firði í Norður-Þingeyjarsýslu 27. febr. 1857. Foreldrar:
Guðjón isleifsson, ættaður úr Skagafirði, og Kristin
Bjarnadóttir bónda i Selvík á Langanesi. Fluttist
vestur um haf 1883 og var fyrstu árin í Nýja íslandi.
Árið 1887 var hann einn af fjórum islendingum, er
fóru í landkönnunarferð norðvestur frá Winnipeg út í
landsvæðið milli Manitobavatns og norðurenda
Grunnavatns. Nam hann land í grend við þar sem
Lundar-bær er nú, en færði sig síðar um set suður og
austur í Grunnavatns-bygð, þar sem hann dvaldi i
meir en aldarfjórðung.
20. Vilhelmína E. Bergþórson, kona Bergþórs Jónssonar
frá Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu, að heimili sonar
sins og dóttur, að Lundar, Man. Fædd að Eldleysu í
Mjóafirði 9. febr. 1845. Foreldrar: Eyjólfur Jónsson
og Guðrún ófeigsdóttir. Flutti til Vesturheims með
manni sínum 1889; bjuggu þau í Álftavatns-bygðinni
í 24 ár, en hafa síðan átt heima í Lundar-bæ.
23. Anna Karolína Pétursdóttir Breckmann, kona Alberts
Frímanns Breckmann, að heimili sinu í Grass River
pósthéraði í Manitoba. Fædd í Skagafirði 3. des.
1860. Foreldrar: Pétur Guðmundsson og Þórdís Sæ-
mundsdóttir, er bjuggu mörg ár á Melrakkasléttu í
Norður-Þingeyjarsýslu. Fluttist hingað til lands með
manni sínum aldamótaárið.
23. Helga S. Freeman. að heimili dóttur sinnar, Mrs. H. F.
Kyle, að Poulsbo i grend við Seattle-borg í Washing-
ton-ríki í Bandaríkjunum, nærri 83 ára að aldri.
Dóttir Baldvins Helgasonar, föðurbróður séra Árna
Jónssonar á Skútustöðum. Hafði verið búsett á Kyrra-
hafsströndinni síðan 1903, áður í Minnesota og Norður
Dakota. Viðkunn fyrir kvæði sín, er birtust undir
gerfinafninu “Úndína”.
24. Oddgeir Friðrik Anderson, á Almenna sjúkrahúsinu í
Winnipeg, 72 ára gamall. Fæddur að Dvergasteini í
Seyðisfirði i Norður-Múlasýslu og hafði átt heima í
Winnipeg síðastliðin 62 ár.
24. Jón Magnússon, á heimili Mr. og Mrs. W. H. Hannes-
son að Mountain, N. Dak. Fæddur 6. jan. 1865 á Hóli
í Tungusveit i Skagafjarðarsýslu. Kom vestur um
haf til Norður Dakota 1888.