Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 110
108
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
30. María Björnsdóttir Baldwinson, að heimili dóttur sinn-
ar, Mrs. A. O. Magnússon, í grend við Lundar, Man.
Hún var 66 ára að aldri. Foreldrar: Björn Þorleifsson
og Anna Elizabet Bergsteinsdóttir af Vesturlandi.
30. Halldór Skagford, á sjúkrahúsi í Winnipeg. Fæddur
13. ágúst 1875 í Omeme í Ontario í Canada, en ólst
upp í Hallson, N. Dak. Foreldrar: Björn Kristjánsson
frá Brenniborg í Skagafirði og Guðlaug Pálsdóttir frá
Kolgröf í sömu sveit, er fluttust til Ontario 1873, en
áttu heima í ýmsum bygðum Islendinga. Landnemi í
Morden-bygð í Manitoba.
I okt. — Katrín Josephson, kona Jóhannesar Jósephssonar
frá Leirá i Borgarfirði, á Grace sjúkrahúsinu í Win-
nipeg. Fædd 19. apríl 1858. Foreldrar: Jón Jónsson
og^ Anna Einarsdóttir á Ærlæk i Axarfirði. Fluttist
vestur um haf til Winnipeg 1887.
NÓVEMBER 1941
1. Jórunn Lindal, kona Walters J. Lindal, K.C., forseta
Liberal samtakanna í Manitoba, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg. Hún var 45 ára að aldri, fædd í
Churchbridge, Saskatchewan, dóttir merkishjónanna
Magnúsar Hinriksson (látinn fyrir nokkrum árum) og
Kristínar konu hans. Lauk lögfræðisprófi með ágæt-
iseinkunn 1919 og var meðal fyrstu kvenna, er laga-
prófi luku í Manitoba-fylki. Óvenjulega mikilhæf
kona, er átti sæti i mörgum mikilsvarðandi nefndum
og var meðal annars forseti Women’s Canadian Club.
10. Finnbogi Finnbogason, landnámsmaður og fyrrum
bóndi að Finnbogastöðum í Hnausa-bygð í Nýja Is-
landi, að heimili Þorbjargar dóttur sinnar og tengda-
sonar síns Marteins M. Jónasson, póstafgreiðslumanns,
í Árborg, Man. Fæddur að Króksstöðum í Miðfirði í
Húnavatnssýslu 13. maí 1853. Foreldrar: Finnbogi
Oddsson og Guðfinna Samsonsdóttir. bæði ættuð úr
Húnavatnssýslu. Kom vestur um haf til Nýja íslands
1883 og nam land í Hnausa-bygð 1887.
10. Jón Mýrdal, að heimili sínu í grend við Garðar, N.
Dak. Fæddur 18. ágúst 1855 á Fljótum í Meðallandi.
en ólst upp til fullorðinsára á Norðurhvoli í Mýrdal í
Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar Einar Högnason og
Ragnhildur Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf með
konu sinni, Sigriði Þorsteinsdóttur, er lifir hann, árið
1884, fyrst til Nýja Islands, en stuttu síðar til Garðar-
bygðar.
11. Hlaðgerður Grímsdóttir Thorsteinsson, ekkja Þorsteins
Thorlaksson, bróður þeirra séra Páls og séra Stein-