Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Side 124
Framh.—Can. Norðv.l.
innan Manitoba, Saskatchevvan og Alberta leiðbeiningar um það
hvar lönd eru ótekin, og allir, sem á þessmn skrifstofum vinna, veita
innflytjendum, kostnaðarlaust, leiðbeiningar og hjálþ til þess að ná í
lönd sem þeim eru geðfeld; ennfremur allar upplýsingar viðvíkjandi
timbur, kola og náma lögum. Allar slíkar reglugjörðir geta þeir
fengið þar gefins, einnig geta menn fengið reglugjörðina um stjórn-
arlönd innan járnbrautarbeltisins í British Columbia, með því að snúa
sér bréflega til ritara innanríkisdeildarinnar í Ottawa, innflytjenda
uinboðsmannsins í Winnipeg, eða til einhverra af Dominion landa
umboðsmönnum i Manitoba, Saskatchewan og Alberta.
ÁGRIP AF REGLUGJÖRD
um ráðstöíun málma á Dominion-löndum í Manitoba, Saskatche-
wan, Alberta og' Norövesturlandinu.
KOLALAND.--------Kolanámu réttur getur leigður orðið um
tuttug'u og eitt ár, gegn $1.00 afgjaldi af hverri ekru á ári. Engum
einstaklingi eða félagi er selt meir en 2,560 ekrur. Auk þess skal
kaupandi greiða stjórnarg-jald (Royalty) af því, sem úr námunum er
tekið, eftir því sem ákveðið kann að verða með leyndarráðs-samþykt
við og við.
MÁLMGRJÓT (quartz).---------Einstaklingar, sem eru átján ára
að aldri og þar yíir, og hlutafélög, er hafa ,,Free Miner’s“.skírteini,
geta látið skrifa sig fyrir námabletti eða íóð.
Skírteinishafi, sem uppgötvað hefir málm áeinhverjum stað, má
afmarka sér þar námu lóð sem sé 1500 á lengd og 1500 á breidd.
Gjaldið fyrir að rita einhvern fyrir námu lóð er $5.00.
Sá, sem þannig hefir numið námu lóð, verður að eyða að minsta
kosti $100.00 á ári í hana, eða borga þá upphæð til hlutaðe:gandi
,,Mining Recorder“ í staðinn. Þegar námuhafi hefir þann'g eytt
$500.00 eða borgað þá, má hann, eftir að hafa látið mæla lóðina og
uppfyllt aðra skilmála, kaupa landið fyrir $1 ekruna.
Afsalsbréf (patent) fyrir námulóðum skulu innihalda ákvæði um,
að af seldum afurðum lóðanna skuli greitt stjórnargjald sem ekki
j'firstigi 2x/2 af hundraði.
Gullsands eða ,,Placer“ námulóðir eru vanalega 100 fet á hvern
veg; innritunargjald fyrir þær er $5.00 hverja, sem endurnýist eða
borgist árlega.
Sá sem leyst hefir ,,Free Miner’s“-skírteini getur einungis
fengið tvö vélargraftrar leyfi fyrir fimm mílur hvert, er nái yfir tutt-
ugu ár, og má innanríkis-ráðgjafinn endurnýja þau ef honum sýnist.
Leyfishafi skal hata eina graftrarvél í gangi innan eins sumars
frá dagsetningu leyfisins fyrir hverjar fimm mílur, en þegar ein-
staklingur eða félag hefir fengið meir en eitt leyfi, nægir ein
graftrarvél fyrir hverjar fimm mílur, eða brot úr þeim. Afgjald af
hverri mílu, sem þannig er leigð, er $10.00 á ári. Auk þess greiðist
stjórnargjald, er nemur tveimur og hálfum af hundraði, af því sem
upp er grafið eftir að það uemur $10,000.00 að verðhæð.
W. W. CORY,
DEPUTY MINISTER OF THE INTERIOR.