Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 24

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 24
24 þar andaðist kona Kans 1931, og hefir hann síðan haft aðsetur hjá dóttur sinni og tengdasyni. Hefir hann jafnan þótt starfsamur og drengur góður. , JÓHANNES PÁLL EYJÓLFSSON,— Fæddur á Ulfarsfelli í Snæfellsnessýslu. Foreldrar hans: Eyjólfur Jónsson og Halldóra Jóhannesdóttir frá Kirkjufelli í Eyrarsveit; þar bjuggu foreldrar hans. Hann ólst upp hjá Þorleifi lækni hinum spaka, í Bjarnarhöfn og var þar til Þorleifur andaðist. Fjórtán ára fluttist Páll til Reykja- víkur til Páls Jóhannessonar, móðurbróður síns er þá var skrifari hjá am'manni B. Thorberg. Lærði Páll þá gull- smíði, að tilhlutun móðurbróður hans, hjá Páli Þorkels- syni í Reykjavík. Að því loknu sig!di hann til Kaup- mannahafnar, og fór þaðan vestur um haf 1886. Settist fyrst að í Pembi”a, N Dakota hjá móðursystur sinni og manni hennar Sigurði Ormssvni. Dvaldi þar um tíma. Leitaði sér atvinnu begpjamegin landamæra. Vann v ð verzlun, í klæðskerabúðum, og starfaði að matreiðslu, en lagði gullsmíði niður að mestu leyti. Haustið 1897 settist Páll að í óbygðum skamt norðan landamæra Can- ada og Bandaríkja, ásamt Erlendi Jónssyni frá Auðnum. Litlu síðar námu þeir félagar lönd og eru því fyrstu land- nemar í Pine Valley bygð, af íslenzku fólki. Árið 1903 kvæntist Páll Margréti Jónsdóttur frá Auðnum á Vatns- leysuströnd, alsystur Erlends Jónssonar og Guðmundar er var frá 1910 til dánardagurs dyravötður við lands- bankann í Reykjavík. Mikilhæfur maður um margt. Páll flutti vestur á Kyrrahafsströnd 1905 og býr í Raymond, Wash. Börn þeirra hjóna eru: Óskar, Leifa, George, Karl. MAGNÚS ÞÓRARINSSON fæddur 27. júlí 1856 á Ytra Rauðamel í Snæfellsnessýslu, þar sem foreldrar voru búsett: Þórarinn Arnason og Gróa Jónsdóttir Andr- éssonar smiðs frá Öxl í Breiðuvík. Frá foreldrum sínum fór Magnús vestur um haf 1883 og staðnæmdist fyrst í Winnipeg. Kvongaðist þar Elizabetu Danélsdóttur frá Klungurbrekku á Skógarströnd. Tók heimilisrétt á landi

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.