Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Page 30

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Page 30
30 BENEDIKT GUÐMUNDSSON Benediktssonar, um- ferðalaeknis og hreppstjóra að Hnausakoti í Miðfirði í Húnav.s. og Ragnheiðar Eggertsdóttir, settaðri úr Víðidal í sömu sýslu. Fluttist með föður sínum vestur um haf til Winnipeg 1887. Nam land í Pine Valleybygð 1903. Fluttist þaðan 4 árum síðar suður í Bandaríki. Kona hans er María Guðmundsdóttir Ólafssonar frá Ósi á Vatnsnesi í Húnav.s. Benedikt er skýr vel eins og hann á kyn til, og afhurðamaður til verka og drengur góður. SIGURÐUR ANDRÉSSON (And erson). Hann er sonur Andrésar bónda að Hemlu í Vestur-Landeyjum í Rangárbingi. Fluttist vestur um haf 1886 og settist að í N. Dakota, nálægt Hallsom Hann er smiður góður, einkum á járn og tók brátt að stunda bá iðn; einnig hafði hann verzlun um nokkurt tímabil og hafði jafn- framt búskap með höndum. Arið 1888 kvongaðist Sig- urður, Ólínu Maríu Bjarnardóttir, bónda á Frostastöðum og síðar á Sleitubjarnarstöðum í Skagafirði, Jónssonar frá Haga í Aðaldal og konu hans Sigríðar Þorláksdóttur, systir Gísla bónda á Hjaltastöðum í Skagafirði. Sigurður og Ólína dvöldu í Dakota um 8 ár; fluttust baðan til Roseau bygðar í Minnesota og námu bar land. Fluttust síðan til Pine Valley nýlendu, námu bar land og voiu bar við bú til 1918. Hafði Sigurður nokkur síðustu árin haft hér verzlun í Piney. Aður Sigurður kvaentist Ólínu átti hann 2 börn, Guðbjörgu, giftist manni af hérlendum ættum, og Sigurð, búsettum í Piney sveit. Ólína var ekkja áður hún giftist Sigurði. Fyrri maður hennar var Egill Gíslason Jónssonar og Margrétar Gottskálksdóttur frá Skarðsá. Andaðist Egill árið 1886; áttu bau bá á lífi tvo sonu: Sigurbjörn, vélfræðing, sem nú mun eiga heima í Lorarnie, Wis., kvæntur hérlendri kcnu og Guðmund, nú í Winnipeg, kvæntur Ingibjörgu Sigmundsdóttur Jóns- sonar frá Húsabakka í Skagafirði, Af 12 börnum sem bau eignuðust Sigurður og Ólína, eru 4 á lífi: Egill, kvænt- ur sænskri konu og búa bau í Chicago; Vilhelm, kennari í heimspeki við Antioch College í Yellow Springs, Ohio; Gústav Adolf og Valdimar er báðir eru giftir hérlendum konum og búa vestur á Kyrrahafsströnd. Þau hjón Sig-

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.