Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 34

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 34
34 um í Hörgárdal og móðir Þóra Þorláksdóttir frá HallfríS- arstöðum í Hörgárdal (dáinn í Nýja Islaridi 1877). Krist- ján fluttist vestur um haf 1876, settist að í Nýja íslandi, nam land í Gimlibygð en fluttist þaðan eftir 2 ár til Winnipeg; vann á ýmsum stöðum þar til árið 1886 að hann fluttist til N. Dakota og nam land vestur af Moun- tain-pósthúsi; giftist það sama ár Guðríði Halldóru Jóns- dóttur Þorsteinssonar þónda að Gilhaga í Skagafjarðars. og konu hans Margrétar Guðmundsdóttur Sveinbjörns- sonar, verzlunarmanns í Reykjavík. Guðríður fluttist frá íslandi til Dakota 1883 með ungan son sinn, Guð- mund Andrésson. Hún er f_edd 19. marz 1859 að Sól- heimagerði í Blönduhlíð í Skagafj.s. Þau Kristján og Guðríður bjaggu síðar nálægt Hallson; fluttust þaðan árið 1894 til Roseau bygðar og síðast til Pine Valley nýlendu tóku þar heimilisréttarland og bjuggu þar unz Guðríður andaðist 1906. Fluttist Kristján þá til tengdasonar síns Einars Einarssonar og dóttur sinnar, Margrétar, að Piney og dvaldi þar nokkur ár og því næst til dóttur sinnar Sæunnar og manns hennar Friðlundar Jónssonar í Trans- cona við Winnipeg og andaðist þar. Börn Kristjáns og Guðríðar eru fimm á lífi, 4 dætur aliar fæddar í Dakota: Þóra Margrét, gift E. E. Einarssyni bónda að Piney; Sæ- unn Jakobína, ekkja Friðlundar Jónssonar; Anna Hólm- fríður, gift Þórði Ellissyni, fiskikaupmans að Gimli, Man. Aróra Sigríður, ógift í Winnipeg; Skafti Valdemar, fædd- ur í Roseau bygð. giftur Andreu Hólmfríði Anderson, býr á Piney. Kristján var bókhneigður, las mikið og fróður um margt, átti bókasafn allmikið af íslenzkum bókum, fornum og nýjum. Guðríður var greind kona, hjálpsöm og gestrisin. EINAR EINARSSON. Hann var lengi bóndi á Haf- ursá í N. Múlasýslu, var hálfbróðir Einars Einarssonar, sem um eitt skeið var skólastjóri á Eiðum. Kona Ein- ars var Katrín Margrét, fædd á Brekku í Fljótshlíð og var Hjálmarsdóttir, systurdóttir Gísla Hjájmarssonar læknis er lengi bjó á Höfða í Fljótsdal. Einar og Katrín flu'tust til Vesturheims frá Rangá í S. Múlas. 1876, tóku bólfestu fyrst í Nýja íslandi og bjuggu þar nærfelt í 5 ár.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.