Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Page 56

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Page 56
MAIUUlRA-TÖFliURIfAR. ÆFINTÝRI eftir J. Magnús Bjarnason. í fornöld var muáleri eitt mikið og fagurt á veátari bakka fljótsins Evfrat. Það mikla hús hafði hin ágæta Kaldea-drotning, Neth-aker hin egyfzka, látið reisa og nefnt t>að: Muáteri fagra liáta. Attu allir liátamenn og rithöfundar í Mesópótamíu griðaátað þar, og máttu ala þar aldur sinn, ef þeim svo þóknaðiát. Það var einn dag, að Neth-aker drotning gekk til muáterisins með hirðmeyjum sínum. Skoðaði hún lit- myndirnar fögru og hinar höggnu lágmyndir, sem prýddu veggi þessa veglega húss. Hún leit líka yfir það, sem skáldin og rithöfundarnir skrifuðu á leirflögur og bronze og gulltöflur, “Hvað skrifið þið?” sagði hún við þá, sem rituðu á leirflögurnar. “Við skrifum það, sem við ber daglega í ríki þínu, volduga drotning," sögðu þeir. “En hvað skrifið þið?” sagði hún við þá, sem voru með bronze-plöturnar. “Við skrifum lögin og lífsreglurnar,” svöruðu þeir. “Og hvað er það, sem þið ritið á þessar fögru töflur?” spurði hún þá, sem sátu yfir gulltöflunum. Þá svöruðu þeir og sögðu: “Við ritum um þau miklu furðuverk, sem þú, göfuga drotning, hefir látið framkvæma í hinni miklu borg þinni: hallirnar skrautlegu, hina dýrðlegu skemtigarða, gos- brunnana átóru, hina óviðjafnanlegu hangandi aldin- garða, og ótal mörg önnur átórvirki, sem seint verða upp talin.” Þá broáti Neth-aker drotning og sagði: “Haldið áfram að rita!”

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.