Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 59

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 59
59 VIÐAUKAR OG LEIÐRÉTTINGAR viÖ landnámssögu Víöir og Geysis-bygÖa í Almanakinu 1933. Leiðréttingar og viðaukar við landnámssögu Víðirbygðar Athugasemd við föðurætt Guðjóns Danielssonar. i Bls. 33). Daniel Danielsson faðir Guðjóns hefir gefið þá upplýsingu um föðurætt sína, að Gísli föðurfaðir sinn hafi verið prestur i Borgarfirði suður og verið afburða glímumaður. — En þessi upplýsing kom ekki frá honum fyr enn s. 1. sumar, komst því ekki i landnámsþáttinn. Hér getur ekki verið um neinn annan Gísla prest að ræða i því héraði — Þverárþingi — er gæti verið föður- faðir Daniels Danielssonar — en séra Gísli Guðmundsson í Hítámesi, áður á Staðarhrauni, (f. 26. maí 1774, d. 8. febr. 1836), var orðlagður glímumaður og snarmenni (Glímu- Gísli). (S. m. æ. IV. bls. 170—171). IJm hann hefir Annáll 19. aldar sömu orð. (II. bls. 75). Kemur þetta mæta vel heim við þá skýringu er Daniel gefur um Gísla prest afa sinn, að verið hafi afburða glímumaður. — Synir séra Gísla í Hítarnesi voru þeir Magnús sýslum. í Mýrasýslu faðir Eyjólfs barnakennara og Eggert bóndi á Eyri í Flókadal faðir Bjarnar föður Þorbjarnar skálds Þorskabíts. Fleiri eru talin böm séra Gísla, þar sem hans er getið i Smæl., sem áður er tilvísað. En ekki er Daniel nefndur þar meðal þeirra. Mætti það hafa verið fyrir ókunnugleika þess er heimildin er komin frá um börn séra Gísla. Margir voru hraustir menn í ætt séra Gísla, svo var með bræður hans. Séra Páll á Borg faðir Guðmundar sýslum. í Amarholti, “var afarmikið hraustmenni og glíminn, sem Gísli prestur bróðir hans, eða fremur.’’ — Þessa litlu skýringu, sem Daniel hefir gefið um föðurætt sína má telja laukrétta, því hann hefir jafnan verið talinn hinn ábyggilegasti í orðum sem athöfnum. — Allir eru þeir hraustmenni synir Daniels, og bera í því ótvíræð manndómseinkenni prestsins í Hítár- nesi. Bls. 41. ■ Móðir Magneu var Guðrún dóttir Lárusar M. Knudsen kaupm. í Hvik. en ekki Edvards Thomsens.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.