Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Síða 59

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Síða 59
59 VIÐAUKAR OG LEIÐRÉTTINGAR viÖ landnámssögu Víöir og Geysis-bygÖa í Almanakinu 1933. Leiðréttingar og viðaukar við landnámssögu Víðirbygðar Athugasemd við föðurætt Guðjóns Danielssonar. i Bls. 33). Daniel Danielsson faðir Guðjóns hefir gefið þá upplýsingu um föðurætt sína, að Gísli föðurfaðir sinn hafi verið prestur i Borgarfirði suður og verið afburða glímumaður. — En þessi upplýsing kom ekki frá honum fyr enn s. 1. sumar, komst því ekki i landnámsþáttinn. Hér getur ekki verið um neinn annan Gísla prest að ræða i því héraði — Þverárþingi — er gæti verið föður- faðir Daniels Danielssonar — en séra Gísli Guðmundsson í Hítámesi, áður á Staðarhrauni, (f. 26. maí 1774, d. 8. febr. 1836), var orðlagður glímumaður og snarmenni (Glímu- Gísli). (S. m. æ. IV. bls. 170—171). IJm hann hefir Annáll 19. aldar sömu orð. (II. bls. 75). Kemur þetta mæta vel heim við þá skýringu er Daniel gefur um Gísla prest afa sinn, að verið hafi afburða glímumaður. — Synir séra Gísla í Hítarnesi voru þeir Magnús sýslum. í Mýrasýslu faðir Eyjólfs barnakennara og Eggert bóndi á Eyri í Flókadal faðir Bjarnar föður Þorbjarnar skálds Þorskabíts. Fleiri eru talin böm séra Gísla, þar sem hans er getið i Smæl., sem áður er tilvísað. En ekki er Daniel nefndur þar meðal þeirra. Mætti það hafa verið fyrir ókunnugleika þess er heimildin er komin frá um börn séra Gísla. Margir voru hraustir menn í ætt séra Gísla, svo var með bræður hans. Séra Páll á Borg faðir Guðmundar sýslum. í Amarholti, “var afarmikið hraustmenni og glíminn, sem Gísli prestur bróðir hans, eða fremur.’’ — Þessa litlu skýringu, sem Daniel hefir gefið um föðurætt sína má telja laukrétta, því hann hefir jafnan verið talinn hinn ábyggilegasti í orðum sem athöfnum. — Allir eru þeir hraustmenni synir Daniels, og bera í því ótvíræð manndómseinkenni prestsins í Hítár- nesi. Bls. 41. ■ Móðir Magneu var Guðrún dóttir Lárusar M. Knudsen kaupm. í Hvik. en ekki Edvards Thomsens.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.