Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 67

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 67
67 í Manitoba, þá sagði hún okkur ferðasögu sína svo vel og skemtilega, að unun var á að hlýða. Kom þar í ljós sama snildin, hvað lýsingar og frásögn snerti, sem í bréfinu til Björns bróður hennar. Auga hennar var glögt, minnið ágætt, og dómgreindin afbragðs-góð. Henni var ljúft að tala um Island, þvi að hugur hennar og hjarta var þar löngum. Hún var sjálf svo íslenzk í anda, þekti svo vel til íslenzkra hátta, kunni svo mörg fögur íslenzk ljóð, og var svo vel heima í íslenzkum bók- mentum að fornu og nýju, að maður gat ekki annað en dáðát að því. En þó hún elskaði ísland mikið, þá unni hún þessu landi (Canada) eins fyrir það. Eg spurði hana að því, þegar hún var hér á ferð fyrir nokkrum árum, hvort hana langaði ekki heim til íslands aftur. Hún svaraði því á þá leið, að sér væri Big Point-bygð svo kær, að þaðan vildi hún ekki fara; þar hefði hún lifað marga ánægju-átund, unnið þar sigur á örðugleik- um frumbýlingslífsins, komið þar upp börnum sínum, og eignaát þar marga einlæga og góða vini. Og þar kvaðát hún vilja eyða sínum síðuátu æfidögum. Enda hélt hún áfram að eiga þar heima alt til æfiloka. Hún dó að heimili sínu að Langruth þann 1 1. Nóv. 1932, og var jarðsungin af séra Jóhanni Friðrikssyni. Með þessari mætu merkiskonu er til grafar gengin ein af hinum mörgu þolinmóðu og hugprúðu íslenzku landnámskonum í Veáturheimi. Og hana má telja í hinni fremátu fylkingu íslenzka landnámsfólksins. Þeð var svo mikið af hreinni göfgi í öllu hennar lífi. I hennar huga var aldrei neinn tvíveðrungsskapur, og hún var alveg laus við alt yfirlæti. En örlæti hennar og hjarta- gæzku var jafnan við brugðið. Hún var ávalt reiðubúin til að rétta hjálparhönd. Hún var vinföát og vinsæl. Og hún vann trúlega í þeim félagsskap, sem hún til- heyrði: kvennfélaginu í Big Point bygð, og í hinum lút- erska söfnuði þar. Og hún ávann sér virðingu allra, sem umgenguát hana. Æfiátarf hennar var mikið cg gott, og áhrifin af því munu vara um ókomin ár. — J. Magnús Bjarnason. Elfros, Sask. 1- maí 1933.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.