Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 35
Almattak
28. ár WINNIPEG 1922
Wðraen H^Misag
eftir
Jónas A. Sigurðsson.
Hetjudýrkun er almenn. Hún er jafn gömul
niannkyninu og fylgir því enn. Enn tigna menn
ósjálfrátt frækna og drengilega fyrirliða.
Ættfeður, flokksforingjar, fylkishöfðingjar, her-
kóngar og sæVíkingar, smá stækkuðu ávalt í um-
hverfinu. Auður, karlmenska og sigursæld jók
frægðina. Norrænn andi er hér engin undantekning.
Ásatrúin var tilbeiðsla almennings á mikilmenn-
um, — hetjudýrkun. Meðal þeirra var pór ímynd
hreystinnar, hetjan. Og því var pór goðanna vin-
sælastur. íslendingar, í hið minsta, tdgnuðu hann
um fram önnur goð. Um það eru öll pórsnöfnin hjá
Þ.ióð vorri órækur vottur. Hetjudýrkun og hetju-
sagnir hafa jafnan fylgt oss fslendingum. Fáir
munu þeir ísiendingar, er ekki finna enn, eftir rúm
þúsund ár, til lotningar og aðdáunar gagnvart Gunn-
ari og Gretti, Kjartani og Herði. Auður íslenzkra
sagna er fólginn í ágæti íslenzkra manna, — kapp-
anna á sögutíðinni. Svipað má segja um einstaka
menn síðari alda. Jón Sigurðsson forseti, þreytti
sund við erlenda höfðingja engu síður en Kjartan
forðum, og varði land og lýð eins og fornaldar kappi
á víkingaöldinni, — þó íþrótt hans væri íþrótt and-
ans og örvar hans orð.