Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 48
34
ÚLAFUR S. TIIOROEIRSSON :
rækir kirkjugöngu reglulega. í því sem öðru birt-
ist trúmenska hans. Gjafmildur er hann og hjálp-
fús. pegar hafin voru hér vestanhafs samskot
til hjálpar bágstöddum Evrópulýð á orustusvæð-
unum var Warren G. Harding einn með þeim fyrstu
er gáfu. Sendi hann ávísun fyrir 2500.00 og þessi
orð með hraðskeyti: “Eg er þess fullviss, er við
biðjum guðs blessunar til handa sjálfum oss, bless-
ai hann margfaldlega ef vér gefum öðrum hlut í
hagsæld vorri með hjálpfýsi og hluttekning.”
Af hógværð Hardings verður naumast of mikið
sagt. sem eitt dæmi hennar má nefna þessi um-
mæli hans:
“pað var engin sérstök ástæða sem gerði mig
forseta. Eg tel mig engan afburðamann. Eg
var enda ófús að sækja um forseta starfið. En
einhvern veginn trúi eg því af öllu mínu hjarta, að
lundarfar mitt og lífsstarf hafi, ef til vill, gert mig
hæfan fyrir hið sérstaka heims ástand nútímans.”
Fáir nema afburðamenn tala þannig.
Harding er hvorki Czar eða Sesar. “Enginn
einn maður er nógu stór til að stjórna þessu lýð-
veldi,” mælti hann eitt sinn. Samkvæmt því vel-
ur hann ýmsa ágætustu menn þjóðar sinnar sér til
ráðgjafa, sem Hughes og'Hoover. Taft velur
hann fyrir dómstjóra. Taki hann sér tómstund,
situr hann á rökstólum við menn sem Edison og
Ford. En hann hvílist sjaldan, enda er sem hann
hafi erft þrek pórs. Venjulegast vinnur hann 16
til 17 stundir á hverjum degi. Verkamannafé-
lögin myndu telja það langan vinnutíma. Hann
rís árla úr rekkju, rakar sig sjálfur, les iblöðin og
borðar klukkan átta árdegis. Mrs. Harding neyt-
ir morgunverðar með honum, samkvæmt ósk hans.
Harding forseti hefir farið þrjár ferðir til út-
landa til að kynna sér stjórnarfar, atvinnu, verka-
laun, rekstur járnbi-auta og tollmál. Nú telur