Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 109
ALMANAK.
95
þungi ekki lítill, þegar um þá er að ræða, er hafa stór
heilabú) og þá þrýstist hryggurinn saman. Þegar aftur
á móti þungi höfuðsins hvílir ekki á hryggnum, lengist
hann við það að efnið milli liðanna þenst ofurlítið út.
Þetta er ástæðan til þess að hryggurinn lengist á nótt-
unni, þegar líkaminn liggur flatur en styttist aftur á dag-
'inn.
Þeir sem hafa legið lengi veikir sýnast oft hærri
þegar þeir standa upp úr legunni, og því meira sem ung
börn hvílast, því fljótar vaxa þau.
Hundadagar.
Þeir eru svo nefndir af heimsku og hjátrú.
Forn Rómverjar kölluðu sex eða átta heitustu daga
ársins hundadaga (caniculares dies). Samkvæmt hug-
mynd þeirra var það að þegar hundstjarnan (Sirius) kom
upp samtímis sólunni, þá varð veðrið heitara. Hitinn
stafaði því bæði frá sólunni og stjörnunni.
Hundadagarnir hjá Rómverjum voru frá 3.júlí til II.
ágúst. Sumir töldu þá frá 24. júlí til I. september.
Sírius (hundstjarnan var svo nefnd sökum þess að
hún var bjartasta stjarnan í stjörnu þyrpingunni “Stærri
hundurinn” (Canis Major).
Silki.
Silkiþráður er allra þráða beztur. Silkivefnaður
komst fyrst á fót í Kína, meira en 3000 árum fyrir fæð-
ingu Krists. Síðar komst hann á í Indlandi og í Japan
og loks í Norðurálfunni um 552 e. K. Þar sem silki er
ofið er þrifnaður fyrsta skilyrðið. Verksmiðjurnar eru
hreinsaðar með afar mikilli nákvœmni, til þess að hafa
alt sem hreinast. Kína framleiðir enn þá meira silki en
nokkurt annað land, þaðan hafa verið flutt út yfir 25
miljón pund af óunnu silki á einu ári. Kjólar ríkra
kvenna hér í Ameríku eru, að efninu til, búnir til af silki-
ormum, sem starfa hvíldarlaust hinumegin á hnettinum
meðan við sofum.