Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 79
ALMANAK.
65
árið 1887, og hafa búið í Brandon í Manitoba síð-
an, nema hvað Ketill kom hingð einn saman og vann
sér eignarrétt á heimilisréttarlandi hér í bygðinni
1909. Sigurður sonur Ketils er giftur Guðlaugu
Sveinb.iörnsdóttur Loptssonar. Áttu þau heima
um þrjú ár í Churchbridge og höfðu á höndum
greiðasölu; en 1910 fóru þau á land Ketils og hafa
búið þar síðan og eiga nú þá jörð. Átta börn eiga
þau h.jón, 6 drengi og 2 stúlkur. Sigurður er eftir-
iltsmaður vegabóta fyrir stjórnina hér á stóru
svæði. (1917).
Grímur Guðmundsson, sonur Guðmundar Gríms-
sonar og konu hans Margrétar, er lengi bjuggu í
pjórsárholti í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu, og þar
er Grímur fæddur 1857. Kona hans er Ingibjörg
Erlindsdóttir frá Dalbæ í Hrunamannahreppi. Árið
1886 fluttust þau hingað í bygð frá íslandi og tóku
Iand ári síðar og bjuggu hér þar til 1894 að þau
fluttust austur að Manitobavatni og búa þar nú
(1917) góðu búi. prjú börn eiga þau á lífi. Ein
dóttir þeirra, Jónína, er gift Kristjáni (porleifs-
syni) Thorvaldson kaupmanni í Bredenbury, sem
er bær við vesturjaðar pingvallanýlendunnar.
Kristján Jónsson, fæddur 1874, sonur Jóns Jóns-
sonar og Sólveigar Jónsdóttur í prándarkoti í Lax-
árdal í Dalasýslu. Hjá foreldrum sínum var hann
til 10 ára aldurs. Eftir það átti hann heima á ýms-
um bæjum þar í sýslu þar til hann fór til Noregs
1899 og dvaldi þar tvö ár. pá fór hann til Canada
og hingað í bygðina kom hann 1903 og nam land og
giftist það sama ár Matthildi Jóhannesson af sænsk-
um ættum; eiga þau tvö börn, pilt og stúlku. Krist-
ján er maður greindur vel og hagyrðingur. Heimili
Krist.jáns er mjög snoturt innan húss og utan og eru
þaú hjón bæði hin kurteisustu í allri framkomu.
(1916).