Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 110
96
ÓLAFVlt S. TUORGÉIRSSOtí :
Smávegis.
ÞaS er eftirtektarvert hversu margar stórorustur
hafa veriS báSar á sunnudögum þannig t. d. var
orustan viS Salamanca háS sunnudaginn 2. júlí 1812;
orusturnar viS Vimiers, Tuentes d’ Onoro, Cindad
Rodrigo, Othez, Toulouse og Vittoria voru háSar á
sunnudögum og voru þeir dagar nefndir hinir blóS-
ugu sunnudagar 'W’ellingtons. "Waterloo orustan var
einnig háS á sunnudegi. Paarderberg orustan í Búa-
stríSinu var háS sunnudaginn 18. febrúar 1900 og
skæSasta orustan viS ána Aisne í ófriSnum mikla,var
sem menn muna, háS sunnudaginn 20. sept. 1914.
í mörgum gosbrunnum eru pípurnar, sem vatnið
rennur út um, gerðar í líkingu við ljónsmunn, og er or-
sökin til þess sem hér segir. Meðal Forn-Egypta var
vatnsvöxturinn í ánni Níl langmerkasti viðburðurinn á
árinu, vegna þess að öll velgengni þjóðarinnar hvíldi á
honum. Ain flóði yfir bakka sína á hverju ári, þegar
sólin var í ljónsmerki, og þess vegna notuðu Egyptar
Ijónsmynd sem merki hins frjóvgandi vatns, sem flæddi
yfir landið.
Bóndi nokkur í Berkshire, Massachusets setti upp
fuglahræðu á akri sínum rétt við járnbraut. Vélameist-
arar og kyndarar á lestum, sem framhjá fóru, léku sér
að því að kasta kolamolum í hræðuna, og á þann hátt
eignaðist bóndi meira en tvær smálestir af kolum eftir
sumarið. _______
Hvers vegna er sunnudagurinn fyrsti dagur vik-
unnar ?
Sabbatsdagur Gyðinga var sjöundi dagur vikunnar,
hvíldardagurinn, sem kom á eftir erfiðisdögunum sex.
Sunnudagurinn var fyrsti dagur vikunnar og var haldinn