Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 106
92
ÓLAFUR 8. TBORGEIRSSON :
meS mæSrum um allan heim, og svo mikið kveSur aS
henni víSa á Bretlandi, aS mæöur eru móti því aS
láta vega börn sín, fyr enn þau eru hálfs mánaSa
gömul.
Önnur bábilja er þaS aS standi óheill af því aS
klippa börnum neglur fyr enn þau séu ársgömul.
MæSur eiga aS bíta af nöglunum, verSi þær oflangar,
því börnin verSi þjófar, þegar þau komast upp ef
neglurnar eru kiiptar. Á NorSur-Englandi er þaS
trúa mæSra, aS börn verSi beztu söngmenn ef afklipp-
urnar af nöglunum eru grafnar undir eskiviSi, í fyrsta
skifti og neglur eru kliptar.
Ef börn eiga aS verSa lánsmenn, þá verSa þau
aS fara upp en ekki niSur í fyrsta sinn og þau fara
út úr herbergi því, sem þau fæddust í. Þegar her-
bergiS er á efsta lofti, sem oft ber viS, þá er leyst úr
vandanum með því aS stóll er settur í gáttina og ljós-
móSirin stígur svo upp á hann, þegar hún fer út með
barniS á armi sér. Margar kreddur eru til um barna-
föt og hvernig eigi aS fara í þau. 1 fyrstu fötin á aS
færa fæturnar fyrst í og draga fötin svo upp um barn-
iS en ekki steypa þeim yfir höfuS þess, því ella gengur
gifta þess saman aS góðum mun. VíSa á meginlandi
NorSurálfu eru rauð bönd höfS um ökla barna til
þess aS varna slysum.
ÞaS er ein kreddan, og alveg eins algeng og sú
aS vigta ekki börn, aS vaggi maSur tómri vöggu, þá
vaggi maSur barni í hana.
Líka er þaS algengt aS mæSur láta tengur eða
hnífa í vöggur barna sinna til verndar þeim.