Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 83
ALMANAK.
63
unglingum víðs vegar um landið. Guttormur byrj-
aði nám á Wesley þá um haustið og lærði við >ann
skóla hvern veturinn af öðrum þar til hann tók
burtfararpróf við Manitoba háskólann vorið 1907.
Eftir þa’Ö las hann guðfræði við prestaskólann lút-
erska í Chicago og var vígður til prests í Fyrstu
Mtersku kirkju í Winnipeg sumarið 1909. Á skóla-
árum vann hann fyrir sér í hverju sumarfríi við
barnakenslu eða önnur störf. Sumurin 1903 og 1904
kendi hann börnum í Vestfold skóla við Grunna-
vatn í Manitoba, en önnur tvö (1906 og 1908) á
Minerva skóla nálægt Lögbergs pósthúsi í Saskat-
chewan. Auk þess hélt hann uppi guðsþjónustum
cg gjörði ýms önnur prestsverk, í pingvalla- og
Lögbergs- bygðum og víðar, á sumrunum 1907—’8.
Störf þau annaðist hann, þótt óvígður væri, undir
umsjón kirkjufélagsins. Eftir vígslu þjónaði hann
á ýmsum stöðum, í Manitoba og Saskatchewan, sem
heimatrúboðsprestur kirkjufélagsins. Var hann
sendur til samskonar starfa vestur yfir Klettafjöll
haustið 1911, og vann að heimatrúboði á meðal
fslendinga á Kyrrahafsstönd, mestmegnis í Blaine,
Vancouver, Victoria, Bellingham og á Point Ro-
berts, fram á næsta vor. pá barst honum köllun
fi'á söfnuðunum í grend við Churchbridge í Sas-
katchewan. Séra Hjörtur Leó, sem þar hafði þjón-
að um þriggja ára tíma, hafði þá sagt kalli þessu
lausu, og gjörðist þá séra Guttormur þjónandi
rrestur á þeim stöðvum, og gegndi þar prestsstörf-
um til júnímánaðarloka 1918, er hann flutti til ís-
lenzku safnaðanna í Minnesota.
Séra Guttormur er ekki landnámsmaður í venju-
jegum skilningi. Hann hefir aldrei “tekið” heimil-
isréttarland eða stundað búskap. En æfiatriðin,
sem sögð eru hér að framan, geta gefið mönnum
uokkurn veginn glögga hugmynd um það, sem drif-
ið hefir á dagana fyrir flestum íslenzkum náms-