Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 42
28 ÖLAFUR S. THOROEIRSSON :
tók að fjölga, afhenti hann öllum fregnriturum
blaðsins eftirfarandi reglur:
“Gleymdu aldrei, að á hverju máli eru tvær hlið-
ar. Kynn þér báðar.
Vertu sannorður. Afla þér sannleikans.
Hjá yfirsjónum verður ekki komist, en reyndu
að herma rétt frá.
Eg vil 'heldur eina fregn alveg rétta, en hundrað
að hálfu rangar.
Vertu hreinn, sanngjarn, göfuglyndur;
Bygðu upp, — rífðu ekki niður.
J?að er eitthvað gott í öllum. Legðu áherzl-
una á það, sem gott er hjá mönnum, en særðu aldrei
að óþörfu tilfinningar nokkurs manns.
í fréttum af stjórnmálafundum þá segðu sann-
lcikann; herm frá hlutunum eins og þeir eru, en
ekki eins og þú vildir haga þeim. Ger öllum flokk-
um jafnt undir höfði.
Ef nokkur pólitiskur leikur skal leikinn, verður
];að gert í ritstjórnargreinum blaðsins.
Höndla öll trúarbragðaefni með fjálgleik.
Ef mögulegt er, þá ófrægðu aldrei saklausan
mann, né barn með frásögu um óknytti eða óhöpp
ættmenna.
Bíð ekki þangað til þú ert beðinn; ger verkið
án bænar, en um fram alt, vertu hreinn og lát aldrei
saurugt orð né spillandi sögu prentaða.
Eg æski að þessu iblaði sé þannig stjórnað, að
það megi koma á hvaða heimili sem er, án þess
að skemma sakleysi nokkurs barns.
Warren G. Harding.”
Blaðamenska Hardings hefir á ýmsan hátt verið
einstök. Hafi hann sjálfur verið umsækjandi
um opinbera stöðu, hefir blað hans sneitt hjá um-
ræðum um eigandann og ritstjórann. þegar hann
var umsækjandi um efrideildar þingmensku í rík-
isþinginu í Ohio, tók faðir hans mynd af syni sín-
um, er áður hékk á skrifstofuvegg læknisins, og