Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 66
52
ÓLAFTJR 8. TII0RGEIRS80N :
gersamlega. Amerískir liðsforingjar, sem skoðuðu
valinn, áður en .búkunum var komið burtu, munu
einhverju sinni segja sögur til sýnis um þá heift,
sem ibarist var af, að dæma eftir mannfallinu.
VII. Afleiðingarnar.
Aldrei hafa neinar áætlanir verið birtar, hvorki
um manntjónið né fanga né herfang. En það virðist
lágt metið að gera, að fallið hafi eða særzt liðug
300,000 manns af J?eim 2,250,000, sem sóttust á
milli Parísar og Verdun. Frakkar létu ekki minna
lið en pjóðverjar; 'þeir kunnu heldur að hafa látið
meira, því þeirra var sóknin á mörgum stöðum. J?að
er víst, að tap Frakka, tala fallinna og særðra, yf-
irsté tap pjóðverja frá byrjun ófriðarins til loka
undanhaldsins J?jóðverja eftir orustuna við Marne,
en tala allra fanga, sem pjóðverjar tóku í ýmsum
víggirtum stöðvum, Mauberge, Longwy o. s. frv., er
langt um hærri.
það er hér um bil víst, að þjóðverjar voru lið-
fleiri en Frakkar í orustunni, en Frökkum varð
miklu meira gagn af sínu liði fyrir afglöp pjóðverja
í samdrætti og röðun liðsins; því pjóðverjar virðast
hafa illa kunnað að beita liðsfjölda sínum, og haft
baga af því, að þeir höfðu óþarflega mikið lið sum-
staðar, þar sem ekkert eða lítið lá við.
Bæði Frökkum og pjóðverjum skjátlaðist í
fyrstu algerlega hverjar yrðu afleiðingar orust-
unnar. Frakkar héldu, að þeir hefðu unnið þann
sigur, að pjóðverjar yrðu að rýma úr Frakklandi.
pjóðverjar héldu, að þeir hefðu ekki beðið nema
minniháttar hnekki og að þeir mundu fá náð sókn
aftur að endurfylktu liði og fá aftur að reyna, hver
bæri hærri hlut úr býtum. Hugarburður hvorra-
tveggju hvarf með viðureigninni við Aisne-ána.
pjóðverjum tókst þar að hnekkja Frökkum til baka
og grafa sig niður, en þeim auðnaðist aldrei að kom-
ast á stúfana aftur til að sækja fram.