Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 56
n
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
ísarborg og héldi í suðaustur frá Senlis áleiðis til
Meaux og yfirfararstaða Marneárinnar, hann sím-
aði það til Joffre og næsta dag var sú fyrirætlan
lögð, sem hleypti Marne-orustunum af stokkunum.
Hvorum herforingjanum fyrirætlunin er að þakka
er um þráttað af meðhaldsmönnum þeirra. Næsta
dag (5. september) birti Joffre hernum boðskap
sinn, þann er frægur er orðinn, að tími tij. atlögu
væri nú að höndum borinn fyrir afglöp fjandmann-
anna, að nú mætti eriginn bila og þeir, sem ekki
næðu fram að ganga, yrðu að falla, þar sem þeir
stæðu.
Fyrirætlanin var sú, að her Maunorys skyldi
ganga út úr hervirkjabúðum sínum við Parísar-
borg og halda beint austur og hlaupa á fylkingar-
armsverðina, sem Kluck hefði skilið eftir gegnt
borginni, stökkva þeim á flótta austur yfir Ourcq,
sem fellur suður í Marne fyrir ofan Meaux, halda
svo yfir ána og koma í bakið á her þeirra Klucks
og Bulows. Meginher Klucks var langt fyrir
sunnan Marne andspænis Bretum og 5. her Frakka,
er Franchet d’ Esperey hafði stjórn yfir. Atlagan,
sem Maunory var ætlað að gera, var í flesta staði
áþekk þeirri, sem “Stonewall” Jackson gerði á hægri
fylking Hookers við Chancellorsville.
Bretum var ætlað alveg sama verkið og Napo-
leon fékk Grouchy í orustunni við Waterloo. Mar-
skálki French var ætlað að sækja að Kluck að fram-
an og láta hann hafa nóg að sýsla, þar til Maunory
gæfi honum bakslagið. Kluck hafði' tvær her-
deildir fyrir sunnan Marne andspænis Bretum og
þar að auki riddaralið; Bretar höfðu þrjár herdeild-
ir gegnt Klucks hernum og til hægri handar þeim
var rþddaralið Conneaus hershöfðingja vinstra meg-
in við’ D’Esperey.
III. Bretar bregðast.
pað fór fyrir Bretum alveg eins og Grouchy.
peir sátu hjá aðgerðalausir og fyrir bragðið setti