Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 64
50 ÓLAFUR S. TII0R0E1RS80N :
stjórn Hausens, réðu afdrifum orustunnar. pá er
Ivluck kom fréttin um ófarirnar, snerist hann
undireins til að halda hraðan undan norður að Aisne-
og Bulow gaf þá einnig frá sér að ná aftur haldi
á norðurbökkum Marne-ár, sem hann hafði verið
of fljótur á sér að sleppa; og allur her pjóðverja
frá Parísarborg og austur að Vitry-le-Francois tók
göturnar aftur heimleiðis.
VI. Frá De Langle de Cary og Sarrail.
Eftir er að segja stuttlega frá atburðunum aust-
ur frá. par hélt lið De Langle de Carys vörnum
uppi yfir um Ornine-ána í þrjá daga og hratt af
sér áhlaupum Vurtemborgarhersins á sviðinu milli
Vitry-le-Francois til Revigny. par var spilt mann-
virkjum meira en nokkurs staðar annars staðar í
orustunni, og rústir Sermaisbæjar bera ljós merki
um spellvirkjaæði Bæjara. Ekki var barist þar til
þrautar fremur en við Montrail, því afdrifin af La
Fére-Champenoise - hríðinni neyddu Bæjara til að
halda undan.
Af liðinu, sem Sarrail var fyrir og stóð frá
Revigny norður að Souilly, þar sem setuliðið í Ver-
dun tók við, er það að segja, að það stóðst öll áhlaup
krónprinsins. 'Hann sótti á að austan við Argonne
og reyndi að rjúfa fylkingua þar og einangra Ver-
dunkastala. Liðið koms'; í krappan þá er pjóðverj-
ar komu frá Metz til að sækja að baki þess við
Meuse-ána hjá Tryon- )g Lionville- virkjum, en
setulið virkjanna varðist þar til þeim kom lið; og
brjóta brýrnar af ánni reyndist nóg til að hefta
yfirferð pjóðverja.
Níundi september skar úr fyrir þeim Kluck,
Bulow og Hausen, og raunar vóru þeir Kluck og
Bulow á hálfgeru undanhaldi þegar 6. september;
en Wurtemborgarherinn og krónprinsins börðust
enn nokkra daga og hopuðu loks undan í góðri skip-
an, er þess þurfti við fyrir undanhald vesturliðsins
til að standa í fylkingu við það. Her Klucks og