Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 82
08
ÓLAFVll S. TIIOROEIRSSON :
Ingveldar Bjarnadóttur. Voru þau um nokkur
ár í Winnipeg og fluttust síðan hingað í bygðina
1903. Af börnum eiga þau fjóra pilta og eina
dóttir.
Guðmundur Sakaríasson, sonur Sakaríasar
Björnssonar og Kristínar Brynjólfsdóttur af Husa-
vík í pingeyjarsýslu, fluttust þau hjón hingað til
lands 1885 og eiga heimili í Winnipeg, þegar j?etta
er ritað. Guðmundur á fyrir konu Guðrúnu Olafs-
dóttir ólafssonar af Akranesi; sex börn eiga þau a
lífi. Hingað í bygðina fluttust þau 1910 og voru
efni þeirra ,þá lítil, en hafa blómgast vonum fram-
ar og líkur til að þau eigi hér góða framtíð. (1916).
Séra Guttormur Guttormsson.
Séra Guttormur Guttormsson er fæddur í Krossa-
vík í Vopnafirði, tíunda dag desembermánaðar árið
1880—“frostaveturinn”. Foreldrar hans voru þau
hjónin, Guttormur porsteinsson og Birgitta Jósefs-
dóttir. Ólst hann upp í föðurhúsum þar í Krossavík
þar til árið 1893, að foreldrar hans fluttu vestur um
haf með barnahópinn. pau settust að í Nýja íslandi.
Guttormur fór þá til vandalausra til að vinna fyrir
sér, því fjölskyldan var stór og efnin lítil heima fyr-
ir. Stundaði hann ýmsa atvinnu fram að tvítugu,
fyrst í grend við Gimli og síðan í Winnipeg. Á þessu
tímabili naut hann þó tilsagnar nokkurrar á alþýðu-
skólum; gekk á Gimli skóla tvo og hálfan vetur, en
einn vetur (1897—98) á Mulvey skóla í Winnipeg.
pó var skólagangan slitrótt og litlar horfur á áfram-
haldi í þá átt. Mátti heita, að hann væri afhuga öllu
skólanámi eftir Mulvey-vistina.
Haustið 1901 stofnaði kirkjufélagið íslenzkt
kennaraembætti við Wesley College í Winnipeg.
Séra Friðrik Bergmann var kennarinn. pá lýsti af
nýjum degi í menningarsögu Vestur - íslendinga.
Mentahugurinn vaknaði af dvala hjá íslenzkum